Arnór Hermannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Arnór Hermannsson, bakarameistari í ,,Arnórsbakaríi“ , tónlistarmaður fæddist 23. nóvember 1954.
Foreldrar hans Hólmfreður Hermann Magnússon, símvirki, stöðvarstjóri, f. 12. júlí 1921, d. 4. ágúst 1996 og Gyða Arnórsdóttir, húsfreyja f. 25. maí 1922, d. 26. janúar 2021.

Börn Gyðu og Hermanns:
1. Jónas Hermannsson sjómaður, vélvirkjameistari, f. 7. mars 1946, d. 4. september 2004. Kona hans Dagbjört Theodórsdóttir.
2. Helgi Hermannsson tónlistarkennari á Hvolsvelli, f. 27. febrúar 1948. Kona hans Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Sigurðssonar.
3. Hermann Ingi Hermannsson tónlistarmaður, bakari, matsveinn, f. 26. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Guðfinna Sigurgeirsdóttir Ólafssonar. Sambúðarkona Elísabet Nönnudóttir.
4. Arnór Hermannsson bakarameistari í Arnórsbakaríi í Eyjum, f. 23. nóvember 1954. Kona hans Helga Jónsdóttir Kjartanssonar.
5. Magnús Hermannsson símvirki á Gufuskálum, síðan tölvutæknir á Selfossi, f. 9. júlí 1959. Kona hans Anna Linda Sigurðardóttir Ögmundssonar.

Þau Helga giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau búa í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69.

I. Kona Arnórs er Helga Jónsdóttir, húsfreyja, framkvæmdastjóri, f. 11. ágúst 1955.
Börn þeirra:
1. Gyða Arnórsdóttir, f. 12. september 1975 í Eyjum.
2. Davíð Arnórsson, f. 15. desember 1979 í Eyjum.
3. Aron Arnórsson, f. 2. apríl 1981 í Eyjum, d. 11. október 2013.
4. Orri Arnórsson, f. 8. nóvember 1986 í Eyjum.
5. Örvar Arnórsson, f. 29. janúar 1994 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.