Hermann Magnússon (Engidal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfreð Hermann Magnússon frá Engidal, símvirki, póst- og símstöðvarstjóri fæddist 12. júlí 1921 og lést 4. ágúst 1996.
Foreldrar hans voru Magnús Helgason skrifstofumaður, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976, og kona hans Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1897, d. 17. október 1982.

Börn Magnínu og Magnúsar:
1. Sveinn Magnússon loftskeytamaður, starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands, f. 15. nóvember 1919 á Sólheimum, d. 1. febrúar 1989. Kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir, látin.
3. Hermann Magnússon símvirki, póst og símstöðvarstjóri á Hvolsvelli, f. 12. júlí 1921 á Sólheimum, d. 4. ágúst 1996. Kona hans Gyða Arnórsdóttir, látin.
4. Magnús Helgi Magnússon bæjarstjóri, ráðherra, f. 30. september 1922 í Engidal. Fyrri kona hans var Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Síðari kona hans var Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir, látin.
5. Páll Magnússon flugmaður, f. 27. september 1924 í Engidal, d. 12. apríl 1951. Kona hans Alma Ásbjörnsdóttir, látin.
6. María Magnúsdóttir Ammendrup húsfreyja, tónlistarmaður, f. 14. júní 1927 í Engidal, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Tage Ammendrup, látinn.

Hermann var með foreldrum sínum, en þau fluttu til Reykjavíkur 1930 og hann litlu síðar eftir dvöl hjá föðurforeldrum sínum.
Hann lærði símvirkjun á Radíóverkstæði Landsímans.
Hermann vann við að setja upp fjölsímastöðvar víða og vann við sæsímann í Eyjum. Hann varð síðan póst- og símstöðvarstjóri á Hvolsvelli.
Þau Gyða giftu sig 1944, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1962, bjuggu fyrstu 2-3 árin í Vík, en síðan á Vestmannabraut 22B til Goss, en síðar á Hvolsvelli.
Hermann lést 1996 og Gyða 2021.

I. Kona Hermanns, (7. október 1944), var Gyða Arnórsdóttir húsfreyja, f. 25. maí 1922 í Reykjavík, d. 26. janúar 2021 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Jónas Hermannsson sjómaður, vélvirkjameistari, f. 7. mars 1946, d. 4. september 2004. Kona hans Dagbjört Theodórsdóttir.
2. Helgi Hermannsson tónlistarkennari á Hvolsvelli, f. 27. febrúar 1948. Kona hans Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Sigurðssonar.
3. Hermann Ingi Hermannsson tónlistarmaður, bakari, matsveinn, f. 26. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Guðfinna Sigurgeirsdóttir Ólafssonar. Sambúðarkona Elísabet Nönnudóttir.
4. Arnór Hermannsson bakarameistari í Arnórsbakaríi í Eyjum, f. 23. nóvember 1954. Kona hans Helga Jónsdóttir Kjartanssonar.
5. Magnús Hermannsson símvirki á Gufuskálum, síðan tölvutæknir á Selfossi, f. 9. júlí 1959. Kona hans Anna Linda Sigurðardóttir Ögmundssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. ágúst 1996. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.