Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, ritari, gjaldkeri, bankastarfsmaður fæddist 31. október 1952 í Svanhól.
Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundur Sigurðsson frá Svanhól, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930, d. 17. október 2003, og kona hans Guðný María Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, gjaldkeri, bókari, f. 18. júní 1932 í Aðalvík í N.-Ís., d. 22. mars 2009.

Börn Guðnýjar og Jóhanns:
1. Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir, f. 31. október 1952 í Svanhól. Maður hennar Helgi Hermannsson.
2. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 1. ágúst 1955 í Svanhól. Maður hennar Ólafur Bachmann.
3. Sigurður Hilmir Jóhannsson, f. 13. nóvember 1962 á Sj.h. Kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Þórdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var dómritari, bankastarfsmaður, gjaldkeri.
Þórdís eignaðist barn með Georg 1970.
Þau Helgi giftu sig 1971, eignuðust tvö börn og Helgi fóstraði barn Þórdísar. Þau bjuggu í Hólatungu við Hólagötu 7 til Goss 1973. Þau fluttu til Hvolsvallar og bjuggu þar í 27 ár, en þá fluttu þau á Selfoss og búa þar.

I. Barnsfaðir Þórdísar var Georg Þór Kristjánsson, f. 25. mars 1950, d. 11. nóvember 2001.
Barn þeirra:
1. Lilja Georgsdóttir hárgreiðslukona á Selfossi, f. 15. febrúar 1970. Fyrrum unnusti Romano Phernambucq. Sambúðarmaður Lilju Þórhallur Birgisson.

II. Maður Þórdísar Bjarneyjar, (17. júlí 1971), er Helgi Hermannsson vélstjóri, skólastjóri, tónlistarmaður, f. 27. febrúar 1948.
Börn þeirra:
2. Jónas Helgason kjötiðnaðarmaður á Hvolsvelli, f. 14. apríl 1971. Ókvæntur.
3. Davíð Helgason kerfisfræðingur í Reykjavík, f. 19. nóvember 1981. Ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.