Sigurður Þór Ögmundsson
Sigurður Þór Ögmundsson frá Landakoti við Strandveg 51, sjómaður fæddist þar 8. nóvember 1940.
Foreldrar hans voru Ögmundur Sigurðsson frá Fagurhól, matsveinn, útgerðarmaður, skipstjóri, f. þar 17. janúar 1911, d. 22. september 1994, og kona hans Jóhanna Svava Ingvarsdóttir frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
Börn Svövu og Ögmundar:
1. Sigurður Þór Ögmundsson sjómaður, f. 8. nóvember 1940 á Landakoti.
2. Ingibjörg Ögmundsdóttir, f. 27. febrúar 1942 á Landakoti, d. 13. júlí 1942.
3. Yngvi Björgvin Ögmundsson verkamaður, kaupmaður, f. 28. apríl 1943 í Landakoti, d. 20. júlí 2016.
4. Oddný Ögmundsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 8. júní 1944 í Landakoti.
5. Guðbjörg Ögmundsdóttir deildarstjóri á skrifstofu Varnarliðsins á Keflavíkurvelli, f. 20. júlí 1951 á Sjúkrahúsinu.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann tók vélstjórapróf 1959.
Hann varð sjómaður, vélstjóri.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 3, á Hólagötu 35 og við Vesturveg 5.
I. Kona Sigurðar Þórs, (24. desember 1960), er Ingibjörg Ólafsdóttir Bjartmars húsfreyja, verslunarkona, f. 22. október 1940 í Stykkishólmi.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, ritari í Tónlistarskólanum í Eyjum, f. 24. júní 1960. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Ólafsson. Maður hennar Aðalsteinn Jóhannsson frá Akureyri.
2. Ingunn Björk Sigurðardóttir Bjartmars húsfreyja, matartæknir á Sjúkrahúsinu, f. 5. desember 1961. Maður hennar Sigurður Ólafur Steingrímsson. Sambúðarmaður hennar Baldur Þór Bragason. Maður hennar Heimir Guðmundsson, látinn.
3. Ólafur Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 18. júli 1964. Kona hans Hrönn Gunnarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ingibjörg og Sigurður.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.