Óli Þór Alfreðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óli Þór Alfreðsson.

Óli Þór Alfreðsson frá Geithálsi, verkamaður, sjómaður fæddist þar 10. mars 1944.
Foreldrar hans voru Alfreð Hjörtur Hjartarson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 18. nóvember 1918, d. 19. janúar 1981, og kona hans Jóna Friðriksdóttir húsfreyja, f. 4. október 1922, d. 15. september 1999.

Börn Alfreðs og Jónu:
1. Óli Þór Alfreðsson, f. 10. mars 1944.
2. Jóhanna Alfreðsdóttir, f. 7. apríl 1945.
3. Guðný Alfreðsdóttir, f. 17. janúar 1948.
4. Alfreð Hjörtur Alfreðsson, f. 9. nóvember 1952, d. 23. apríl 1975.
5. Friðrik Ingvar Alfreðsson, f. 30. júlí 1954.
6. Bernódus Alfreðsson, f. 18. ágúst 1957.
7. Einar Alfreðsson, f. 12. ágúst 1958, d. 9. september 1958.
8. Katrín Frigg Alfreðsdóttir, f. 1. júlí 1962.

Óli Þór var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Geithálsi, þá í Haga við Heimagötu og á Herjólfsgötu 8.
Hann stundaði sjómennsku og verkamannastörf.
Óli Þór náði hætt komnum litlum dreng úr Höfninni 1981 og bjargaði honum með lífgunartökum og naut við það aðstoðar erlendrar konu, sem var þar á ferð.
Þau Hrönn giftu sig 1967 eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Urðavegi 46 1972, búa á Bröttugötu 20.

I. Kona Óla Þórs, (13. maí 1967), er Hrönn Þórðardóttir frá Pétursey, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 29. apríl 1946 í Pétursey.
Börn þeirra:
1. Ylfa Óladóttir skrifstofumaður hjá Bænum, f. 5. september 1969, óg.
2. Njörður Ólason vélvirkjameistari hjá Björgun hf., f. 27. maí 1972. Hann býr í Mosfellsbæ. Kona hans Erica Do Carmo.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.