Bernódus Alfreðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bernódus Alfreðsson, sjómaður fæddist 18. ágúst 1957.
Foreldrar hans Alfreð Hjartarson, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 18. nóvember 1918, d. 19. janúar 1981, og kona hans Jóna Friðriksdóttir, húsfreyja, f. 4. október 1922, d. 15. september 1999.

Þau Bjarney giftu sig 1977, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Björk giftu sig eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra á fyrsta ári þess, bjuggu við Búhamar 13. Björk lést 1998.
Þau Heba giftu sig 2014, hafa ekki eignast börn saman, en hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi sínu. Þau bjuggu við Búhamar 13, búa nú á Akranesi.

I. Kona Bernódusar, skildu, er Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, f. 30. janúar 1959.
Barn þeirra:
1. Hávarður Birgir Bernódusson, verkstjóri, vélstjóri, f. 30. október 1979.

II. Kona Bernódusar var Björk Aðalheiður Birkisdóttir, f. 8. október 1956, d. 19. febrúar 1998. Foreldrar hennar Ragnar Birkir Jónsson, f. 21. janúar 1934, og Sigrún Erla Helgadóttir, f. 4. júní 1937, d. 11. júlí 2020.
Börn þeirra:
2. Óli Þór Bernódusson, f. 12. júní 1990, d. 27. mars 1991.
3. Guðný Bernódusdóttir, sjúkraliði, f. 13. febrúar 1993.
Börn Bjarkar áður:
Þórður Ólafur Rúnarsson, f. 17. maí 1975.
Ragnar Birkir Bjarkarson, f. 5. ágúst 1978.

III. Kona Bernódusar, (24. maí 2014), er Heba Gísladóttir, húsfreyja, f. 10. september 1957. Foreldrar hennar Gísli Steingrímsson, málarameistari, f. 5. ágúst 1934, d. 3. janúar 2023, og kona hans Erla Jóhannsdóttir, húsfreyja, f. 17. maí 1932, d. 29. nóvember 2023.
Börn Hebu:
4. Gísli Óskar Ólafsson, f. 24. nóvember 1976.
5. Gerður Ólafsdóttir, f. 8. janúar 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.