Þorgerður Arnórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Arnórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 25. október 1943 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Arnór Kristján Sigurðsson frá Sæbóli á Ingjaldssandi, sjómaður, stýrimaður, f. 3. október 1923, d. 5. september 1993, og barnsmóðir hans Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, síðar húsfreyja í Eyjum, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.

Þorgerður var 4. bekkjar gagnfræðingur á Ísafirði, síðar lauk hún námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Hún var með móður sinni, fluttist með henni til Eyja, var með henni og Adolfi Magnússyni fósturföður sínum í Bjarma við Miðstræti 4 í um tvö ár, fór þá í fóstur til ættmenna á Ísafirði, móðurforeldra og skyldmenna á Hlíðarenda þar.
Hún flutti til Rvk 19 ára.
Þau Grétar giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn, en misstu annað elsta barn sitt nýfætt, en það var tvíburi.
Þorgerður og Grétar ráku í 25 ár leikfangaverslunina Leikbæ í Rvk.

I. Maður Þorgerðar, (24. október 1964), var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður, kaupmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágústsson frá Sauðholti í Ásahreppi, Rang., kaupmaður, f. 6. október 1909, d. 16. apríl 1984, og kona hans Ingigerður Guðmundsdóttir frá Arnarholti í Biskupstungum, húsfreyja, f. 20. september 1902, d. 20. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Óskírður drengur, f. 26. júní 1964, d. 27. júní 1964.
2. Jón Páll Grétarsson verslunarmaður, f. 26. júní 1964. Kona hans Margrét Jónsdóttir verslunarmaður.
3. Eiríkur Ingi Grétarsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 11. júní 1968, d. 26. ágúst 2017. Sambúðarkona hans Anna Lilja Flosadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. ágúst 2003. Minning Grétars Nökkva.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorgerður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.