Sigríður Jónsdóttir (Bjarma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorgerður Sigríður Jónsdóttir.

Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja fæddist þar 19. júlí 1922 og lést 22. mars 2003.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson frá Kleifum í Kaldbaksvík, bóndi, verkstjóri á Hlíðarenda á Ísafirði, f. 18. maí 1889, d. 3. febrúar 1970, og kona hans Þorgerður Kristjánsdóttir frá Súðavík, húsfreyja, f. 17. ágúst 1888, d. 5. apríl 1935.
Síðari kona Jóns, móðursystir og stjúpmóðir Sigríðar, var Guðrún Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1895, d. 7. júní 1977.

Systur Sigríðar í Eyjum voru:
1. Margrét Anna Jónsdóttir húsfreyja á Hilmisgötu 13, síðar í Kópavogi, f. 20. júlí 1925, d. 27. september 2016.
2. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 1. nóvember 1926.

Sigríður fluttist til Eyja með Solveigu 1947, giftist Adolfi á því ári. Þau bjuggu í Bjarma, (Miðstræti 4) í mörg ár, en síðan á Vestmannabraut 76. Sigríður dvaldi að síðustu í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún lést 2003.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Arnór Kristján Sigurðsson stýrimaður, f. 3. júní 1923, d. 5. september 1993.
Barn þeirra:
1. Þorgerður Arnórsdóttir, f. 25. október 1943. Maður hennar var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003.

II. Maður Sigríðar, (31. maí 1947), var Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. febrúar 1922 í Nikhól, d. 29. nóvember 2005.
Börn þeirra:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Sigríðar með Arnóri Kristjáni Sigurðssyni stýrimanni, f. 3. júní 1923, d. 5. september 1993:
9. Þorgerður Arnórsdóttir, f. 25. október 1943. Maður hennar var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003..


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. mars 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.