Sigrún Sigtryggsdóttir
Sigrún Sigtryggsdóttir frá Ísafirði, verkakona, húsfreyja fæddist 14. mars 1915 og lést 2. október 1980.
Foreldrar hennar voru Sigtryggur Elías Guðmundsson vélstjóri, vélsmiður, f. 27. febrúar 1885, d. 23. apríl 1945, og kona hans Jónína Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1889, d. 4. janúar 1947.
Sigrún var með foreldrum sínum í Fjarðarstræti 14 á Ísafirði 1920 og 1930.
Hún flutti til Reykjavíkur, þá til Eyja, síðar til Hafnarfjarðar og bjó síðast á Hólabraut 15.
Sigrún eignaðist barn með Adolfi í Reykjavík 1946.
Þau Karl giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í
Höfðahúsi.
Karl lést 1969 og Sigrún 1980.
I. Barnsfaðir Sigrúnar var Adolf Magnússon frá Sjónarhól, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922, d. 29. nóvember 2005.
Barn þeirra:
1. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar (17. ágúst 1968), er Kristján Eyfjörð Hilmarsson bifreiðastjóri, verkstjóri, sjómaður.
II. Maður Sigrúnar var Karl Þórarinn Jóhannsson frá Höfðahúsi við Vesturveg 8, sjómaður, f. 23. desember 1917, d. 8. maí 1969.
Barn þeirra:
2. Guðrún Jónína Karlsdóttir, f. 7. september 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.