Þórhallur Friðriksson (Rauðhálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórhallur Friðriksson frá Rauðhálsi í Mýrdal, bifreiðastjóri, smiður, umsjónarmaður fæddist 3. nóvember 1913 og lést 29. janúar 1999.
Foreldrar hans voru Friðrik Vigfússon bóndi á Rauðhálsi, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi og kona hans Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal, d. 23. júlí 1959 í Eyjum.
Fósturforeldrar hans voru Árni Jónsson bóndi í Pétursey, f. 14. mars 1856, d. 20. febrúar 1937 og kona hans Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. desember 1859, d. 5. júlí 1938.
Fósturforeldrar síðar voru Sigurjón Árnason sonur Þórunnar og Árna, bóndi, smiður í Pétursey, f. 17. apríl 1891, d. 29. júlí 1986 og fyrri kona hans Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1884, d. 16. febrúar 1941.

Börn Þórunnar og Friðriks:
1. Vigfús Friðriksson vinnumaður á Rauðhálsi, f. 13. febrúar 1897, d. 3. júní 1918 í Eyjum.
2. Sigurður Friðriksson útgerðarmaður, síðar verkstjóri, Hásteinsvegi 17, f. 22. ágúst 1898, d. 7. maí 1980, kvæntur Elísabet Hallgrímsdóttur.
3. Þorbergur Friðriksson skipstjóri, f. 10. des. 1899, fórst með b/v Sviða 2. desember 1941.
4. Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja að Birtingarholti við Vestmannabraut 61, f. 28. apríl 1901 (V-Skaftf. 30. apríl), d. 13. júlí 1972, kona Ingvars Þórólfssonar.
5. Ragnhildur Friðriksdóttir húsfreyja að Brekastíg 3, Sólbergi, f. 5. júní 1902, d. 16. ágúst 1977, kona Guðlaugs Halldórssonar.
6. Oddsteinn Friðriksson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 27. júní 1903, d. 21. sept 1987, kvæntur, (skildu), Þorgerði Hallgrímsdóttur, systur Elísabetar konu Sigurðar.
7. Árþóra Friðriksdóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 23. desember 1904, d. 17. marz 1990.
8. Högni Friðriksson sjómaður, f. 2. júlí 1907, d. 17. júní 1929.
9. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, fiskverkakona, verkstjóri, f. 3. júlí 1908, d. 28. febrúar 2011. Maður hennar Halldór Halldórsson.
10. Kristín Friðriksdóttir húsfreyja á Norður-Hvoli í Mýrdal, f. 4. maí 1910, d. 23. október 2009.
11. Ólafur Friðriksson verkamaður á Selfossi, síðast í Hveragerði, f. 29. ágúst 1911, d. 26. jan. 1984.
12. Ragnheiður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1912, d. 12. júlí 1984, kona Haraldar Þorkelssonar.
13. Þórhallur Friðriksson bifreiðastjóri í Eyjum, síðar smiður og umsjónarmaður í Skógum u. Eyjafjöllum, en síðast búsettur á Selfossi, f. 3. nóv. 1913, d. 29. janúar 1999, kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur.
14. Þórhalla Friðriksdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999, kona Þorvalds Guðjónssonar, (skildu), síðar kona Ásmundar Friðrikssonar. Að lokum giftist hún Brynjólfi Hallgrímssyni bróður Elísabetar og Þorgerðar. Þau bjuggu í Kópavogi.
15., 16. og 17. Þrjú börn fædd andvana.

Þórhallur var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hans lést, er Þórhallur var þriggja ára. Hann fór í fóstur að Eystri-Pétursey 1917 til Þórunnar og Árna og síðar til Sigurjóns sonar þeirra þar og Sigríðar Kristjánsdóttur konu hans.
Þórhallur naut skólagöngu í unglingaskóla í Vík í Mýrdal.
Hann var verkamaður í Pétursey, rak vöruflutningabifreið og bifreiðaverkstæði ásamt Sigurjóni um árabil, var ökukennari og stjórnarformaður björgunarsveitarinnar.
Hann eignaðist barn með Laufeyju 1938. Það var ætleitt.
Þau Elín fluttu til Eyja 1939. Hann vann við vélsmíðar. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 8, á Látrum við Vestmannabraut 44 og í Björk við Vestmannabraut 47a.
Þau fluttu til Lands 1946. Bygging Skógaskóla hófst 1946 og vann Þórhallur við bygginguna og varð umsjónarmaður þar 1951-1977.
Þau Elín giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Eyjum 1939-1946, í Nykhól í Mýrdal 1946-1952. Þau byggðu hús í Skógum 1952 og bjuggu þar til 1994, er þau fluttu til Selfoss, bjuggu þar í Lambhaga 24.
Þórhallur lést 1994 og Elín 2012.

I. Barnsmóðir Þórhalls var Jóna Laufey Hallgrímsdóttir frá Þingeyri.
Barn þeirra:
1. Harpa Þorvaldsdóttir húsfreyja í Reykjanesbæ, f. 8. febrúar 1938. Maður hennar er Birgir Guðnason. Harpa var ættleidd af Þórhöllu Friðriksdóttur föðursystur sinni og Þorvaldi Guðjónssyni afabróður sínum; með konungsleyfi dags. 27. júní 1938.

II. Kona Þórhalls, (13. maí 1939), var Elín Þorsteinsdóttir frá Holti í Mýrdal, húsfreyja, f. 24. ágúst 1918, d. 11. júlí 2012.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1939 á Helgafellsbraut 8, d. 27. október 2007. Maður hennar Birgir Brandsson.
2. Þórunn Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1948. Maður hennar Vilhjálmur Þór Pálsson.
3. Iða Brá Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1957. Maður hennar Hrafn Antonsson.
4. Margrét Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1964. Fyrrum maður hennar Guðjón Baldursson. Sambýlismaður Pálmar Örn Þórisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.