Harpa Þorvaldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Harpa Þorvaldsdóttir húsfreyja í Keflavík fæddist 8. febrúar 1938 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Þórhallur Friðriksson, sjómaður, síðar smiður og umsjónarmaður í Skógum u. Eyjafjöllum, f. 3. nóvember 1913, d. 29. janúar 1999, og barnsmóðir hans Jóna Laufey Hallgrímsdóttir (Eyja) frá Þingeyri, húsfreyja, verslunarmaður í Rvk, f. 6. mars 1920, d. 24. febrúar 2011.
Kjörforeldrar hennar (17. júní 1938) voru Þorvaldur Guðjónsson frá Sandfelli, afabróðir hennar, f. 10. mars 1893, d. 13. apríl 1959, og kona hans Þórhalla Friðriksdóttir, föðursystir Hörpu, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999.

Harpa var með kjörforeldrum sínum í æsku, í Drífanda við Bárustig 2 og við Heimagötu 25. Þeir skildu. Hún fylgdi Þórhöllu kjörmóður sinni og bjó með henni og Ásmundi Friðrikssyni á Löndum við Landagötu 11, flutti með þeim til Keflavíkur.
Þau Jón Birgir giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Keflavík.
Jón Birgir lést 2016.

I. Maður Hörpu, (3. október 1959), var Jón Birgir Guðnason, málarameistari, sjálfstæður atvinnurekandi, f. 14. júlí 1939, d. 11. september 2016. Foreldrar hans Guðni Magnússon, sjómaður, málarameistari, f. 21. nóvember 1904 í Innri-Njarðvík, d. 15. september 1996, og fyrri kona hans Jóna Jónsdóttir, frá Stapakoti, húsfreyja, f. 18. desember 1904, d. 18. júlí 1939.
Börn þeirra:
1. Jón Björk Birgisdóttir, húsfreyja, málarameistari í Keflavík, f. 22. október 1959. Maður hennar Guðni V. Sveinsson.
2. Sóley Birgisdóttir, húsfreyja, iðnrekstrarfræðingur í Keflavík, f. 24. janúar 1961. Maður hennar Ingólfur Helgi Matthíasson.
3. Börkur Birgisson, málari í Keflavík, f. 29. nóvember 1965. Kona hans Hafdís Hafsteinsdóttir.
4. Ösp Birgisdóttir, húsfreyja í Keflavík, f. 12. mars 1971. Maður hennar Rúnar I. Hannah.
5. Burkni Birgisson, f. 25. desember 1976. Sambúðarkona hans Rakel Lind Hauksdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.