Elín Þorsteinsdóttir (Nykhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Þorsteinsdóttir.

Elín Þorsteinsdóttir frá Holti í Mýrdal, húsfreyja, ræstitæknir fæddist 24. ágúst 1918 og lést 11. júlí 2012 á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Einarsson bóndi í Holti og Nykhól í Mýrdal, f. 25. september 1880, d. 7. janúar 1943 og kona hans Jóhanna Margrét Sæmundsdóttir frá Stóra-Dal í Mýrdal, húsfreyja, f. 16. ágúst 1895, d. 1. júlí 1982.

Elín var með foreldrum sínum í Holti til 1939, en þá fór hún með Þórhalli til Eyja. Hún vann síðar við ræstingar í Skógaskóla.
Þau giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn, bjuggu við Helgafellsbraut 8, á Látrum við Vestmannabraut 44 og í Björk við Vestmannabraut 47a.
Þau fluttu til Lands 1946, bjuggu í Nykhól í Mýrdal 1946-1952, er þau fluttu í nýbyggt hús sitt í Skógum. Þar bjuggu þau til 1994, er þau fluttu á Selfoss, bjuggu þar í Lambhaga 25.
Þórhallur lést 1999.
Elín bjó í Lambhaga 25, en dvaldi að síðustu í Hjallatúni í Vík og lést þar 2012.

I. Maður Elínar, (13. maí 1939), var Þórhallur Friðriksson frá Rauðhálsi í Mýrdal, bifreiðastjóri, smiður, umsjónarmaður Skógaskóla, f. 3. nóvember 1913, d. 29. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1939 á Helgafellsbraut 8, d. 27. október 2007. Maður hennar Birgir Brandsson, látinn.
2. Þórunn Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1948. Maður hennar Vilhjálmur Þór Pálsson, látinn.
3. Iða Brá Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1957. Maður hennar Hrafn Antonsson.
4. Margrét Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1964. Fyrrum maður hennar Guðjón Baldursson. Sambýlismaður Pálmar Örn Þórisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.