Þórdís Friðsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Fríðsteinsdóttir húsfreyja fæddist 26. ágúst 1934 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Friðsteinn Á. Friðsteinsson, f. 10. september 1899 og fyrri kona hans Þórdís Björnsdóttir, f. 14. maí 1906, d. 10. desember 1945. Stjúpmóðir Þórdísar Fríðsteinsdóttur var Jósefína Svanlaug Jóhannsdóttir, f. 1. mars 1909, d. 4. ágúst 1997.

Friðsteinn var bróðir Ágústu Friðsteinsdóttur húsfreyju í Garðshorni, konu Haraldar Jónassonar, en börn þeirra voru:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.

Börn Þórdísar og Friðsteins í Eyjum:
1. Ástríður Friðsteinsdóttir, f. 8. janúar 1933, d. 7. apríl 2016. Maður hennar Hávarður Birgir Sigurðsson.
3. Þórdís Friðsteinsdóttir f. 26. ágúst 1934. Maður hennar Vigfús Waagfjörð.
4. Dagbjört Steina Friðsteinsdóttir, f. 8. júní 1943. Maður hennar Óskar Björgvinsson.

Þórdís bjó með Vigfúsi í Garðhúsum 1954-1956. Þau giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Hásteinsvegi 21, Höfða 1956-1964, síðan á Herjólfsgötu 10 nema um skeið í Gosinu, er þau bjuggu lengst á Birkigrund 66 í Kópavogi. Þau sneru heim 1975.
Þórdís vann um skeið síðari ár á leikskóla.
Vigfús lést 2010. Þórdís býr í Baldurshaga, Vesturvegi 5.

I. Maður Þórdísar, (16. febrúar 1957), var Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Börn þeirra:
1. Kristín Jóna Vigfúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. desember 1954.
2. Friðsteinn Vigfússon vélstjóri, f. 22. júlí 1956.
3. Kári Vigfússon matreiðslumaður, veitingamaður, f. 3. ágúst 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kristín Jóna.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. ágúst 2010. Minning Vigfúsar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.