Kristín Jóna Vigfúsdóttir
Kristín Jóna Vigfúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 17. desember 1954 í Eyjum .
Foreldrar hennar: Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010 Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, og kona hans Þórdís Friðsteinsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1934 í Reykjavík.
Börn Þórdísar og Vigfúsar:
1. Kristín Jóna Vigfúsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 17. desember 1954.
2. Friðsteinn Vigfússon vélstjóri, f. 22. júlí 1956.
3. Kári Vigfússon matreiðslumaður, veitingamaður, f. 3. ágúst 1961.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1975, hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskólanum í september 1978.
Hún vann við lyflæknisdeild Landspítala frá 1978 til 1996, en hefur unnið síðan á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Þau Kristján Eðvard giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn.
I. Maður Kristínar Jónu, (6. maí 1978), er Kristján Eðvard Ágústsson bólstrari, f. 22. janúar 1952. Foreldrar hans voru Ágúst Sveinbjörn Sveinsson Sigurðsson málarameistari hjá Trésmiðjunni Víði, f. 4. júní 1920 í Hafnarfirði, d. 17. desember 1978, og kona hans Elí Möller Sigurðsson Nilsen húsfreyja, f. 7. ágúst 1924 í Grenå á Jótlandi, d. 27. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Elsa Kristjánsdóttir húsfreyja, sálfræðingur, f. 21. nóvember 1978. Maður hennar er Valtýr Jónasson.
2. Klara Kristjánsdóttir skrifstofumaður, f. 11. júlí 1982. Maður hennar er Þráinn Þórhallsson.
3. Vigfús Kristjánsson bílamálari, f. 19. nóvember 1986, ókv.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Kristín Jóna.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Morgunblaðið 6. ágúst 2010. Minning Vigfúsar Waagfjörð.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.