Þórarinn S. Thorlacius Magnússon

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bræðurnir Magnús Hlíðdal, Þórarinn Thorlacius og Kristján Jónasson.

Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður fæddist þar 27. nóvember 1906 og fórst 29. janúar 1940.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson bóndi, kaupmaður, útgerðarmaður, verkamaður, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og sambúðarkona hans Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1869 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 2. október 1950.

Börn Margrétar og Magnúsar voru:
1. Þórarinn S. Thorlacius Magnússon sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, fórst 29. janúar 1940.
2. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
3. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Margrétar og Jónasar Jónssonar á Múla voru:
4. Jón Jónasson útgerðarmaður í Ásnesi, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
5. Kristján Jónasson sjómaður, vélstjóri f. 28. júlí 1902 í Stakkagerði, d. 14. júlí 1976.
6. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.

Börn Magnúsar Þórðarsonar og Magneu Gísladóttur voru:
7. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
8. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
9. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

Börn Magnúsar og Gíslínu Jónsdóttur voru:
10. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
11. Stúlka, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gömul.
12. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
13. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Langa-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
14. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
15. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
16. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
17. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
18. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
19. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
20. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Þórðar Ívarssonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar Ívarssonar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Þórarinn var með móður sinni í Langa-Hvammi 1910, með föður sínum og Gíslínu þar 1920.
Hann var sjómaður og farmaður.
Þau Anna giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Langa-Hvammi 1930, á Litlu-Grund við Vesturveg 24 við fæðingu Guðrúnar 1932, í Hólmgarði við Vestmannabraut 12 við fæðingu Bergsteins Theodórs 1933, síðar á Eystri-Gjábakka.
Þórarinn fórst með flutningaskipinu Bisp í Norðursjó af hernaðarvöldum 29. janúar 1940. Þar fórust einnig Guðmudur Eiríksson frá Dvergasteini og Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri-Steinsmýri í V-Skaft.
Anna lést 1992.

I. Kona Þórarins, (12. september 1931), var Anna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1906, d. 29. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ársæl Þórarinsdóttir, f. 15. janúar 1932 á Litlu-Grund, d. 15. febrúar 2021.
2. Bergsteinn Theodór Þórarinsson sjómaður, öryrki, f. 1. nóvember 1933 í Hólmgarði, d. 12. ágúst 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.