Margrét Bjarnadóttir (Hólmgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Bjarnadóttir og Anna Sigrid dóttir hennar.

Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, verkakona fæddist 10. desember 1869 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 2. október 1950.
Faðir hennar var Bjarni bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, f. 1. desember 1830, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Refsstöðum í Landbroti og Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 24. apríl 1797, d. 13. október 1839, Bjarnasonar bónda víða, en síðast og lengst í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834, Jónsdóttur prests Brynjólfssonar.
Móðir Bjarna á Ásólfsskála og kona Jóns á Refsstöðum, (28. maí 1822), var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu Árna á Syðri-Steinsmýri, (1796), Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.

Móðir Margrétar í Hólmgarði og kona Bjarna Jónssonar í Ásólfsskála var Guðrún húsfreyja, f. 30. apríl 1843, d. 9. nóvember 1901, Arnoddsdóttir bónda, lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda í Drangshlíð, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ásólfsskála og síðari kona, (14. júlí 1842), Arnodds Brandssonar var Jórunn húsfreyja í Hrútafellskoti, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar 1816, f. 1760, Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Arnoddsdóttur í Eyjum voru:
1. Jórunn Bjarnadóttir bústýra í Mandal, f. 9. janúar 1864 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. maí 1945.
2. Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.
3. Margrét Bjarnadóttir húsfreyja á Múla, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
4. Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja á Brimbergi, f. 16. mars 1874, d. 5. mars 1957.
5. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Strönd, f. 13. janúar 1879, d. 17. nóvember 1954.
6. Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881, d. 28. nóvember 1963.
7. Bjarni Bjarnason útvegsbóndi, sjómaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir húsfreyja, móðir
8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður
a. Hjörleifs Sveinssonar í Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8.

Margrét var niðursetningur á 1. ári í Vallnatúni u. Eyjafjöllum 1870, á sveit í Varmahlíð þar 1880, en þar var Katrín og Bergur húsbændur, en þeir voru foreldrar Sigríðar, síðar húsfreyju í Hlíðarhúsi. Margrét var 20 ára vinnukona hjá þeim í Varmahlíð 1890.
Þau Jónas eignuðust Jón í Berjanesi 1895, fluttust hjón þaðan til Eyja 1899 með hann með sér.
Þau voru vinnufólk í Hlíðarhúsi 1901.
Þau eignuðust Kristján í Hlíðarhúsi 1902 og Karl Gunnar á Múla, nýbyggðu húsi sínu 1905.
Þau Jónas skildu og Margrét var vinnukona hjá Magnúsi Þórðarsyni í Langa-Hvammi 1906 með Karl Gunnar son þeirra Jónasar á 2. ári, en Jónas var með Jón og Kristján syni þeirra á Múla.
Hún var bústýra hjá Magnúsi og eignaðist með honum þrjú börn.
Hann kvæntist Gíslínu 1917. Margrét var síðan leigjandi hjá þeim til 1923 og hafði Karl Gunnar með sér.
Margrét átti heimili í Sjávargötu 1927, í Hólmgarði 1930, þvottakona, en stödd í Reykjavík. Karl Gunnar var leigjandi verslunarmaður á Vegbergi 1930. Hann mun hafa látist úr lungnabólgu 1934.
Margrét var lausakona í Hólmgarði 1934, húsfreyja þar 1940 með Önnu Sigrid dóttur sinni og tveim börnum hennar, Pétri Lúðvík og Karli Gunnari Marteinssonum. Á árinu 1945 voru þau þar og með þeim var Sigurður Gissurarson sjómaður frá Byggðarhorni í Flóa, f. 21. nóvember 1918, d. 4. apríl 1998. Hann varð síðar maður Önnu.
Margrét bjó í Hólmgarði til dánardægurs 1950.

I. Maður Margrétar, (19. október 1894, skildu), var Jónas Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, fiskimatsmaður á Múla, f. 6. júlí 1869 í Bárðardal í S-Þing., d. 28. nóvember 1951.
Börn þeirra:
1. Jón Jónasson útgerðarmaður í Ásnesi, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
2. Kristján Jónasson sjómaður, vélstjóri f. 28. júlí 1902 í Stakkagerði, d. 14. júlí 1976.
3. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.

II. Sambýlismaður Margrétar var Magnús Þórðarson kaupmaður, útgerðarmaður, bóndi, verkamaður, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
Börn þeirra voru:
1. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, fórst 29. janúar 1940.
2. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
3. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.