Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bræðurnir Magnús Hlíðdal, Þórarinn Thorlacius og Kristján Jónasson.

Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður fæddist þar 11. júlí 1910 og lést 13. maí 1995 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson bóndi, kaupmaður, útgerðarmaður, verkamaður, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og sambúðarkona hans Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1869 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 2. október 1950.

Börn Margrétar og Magnúsar voru:
1. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, fórst 29. janúar 1940.
2. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
3. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Margrétar og Jónasar Jónssonar á Múla voru:
4. Jón Jónasson útgerðarmaður í Ásnesi, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
5. Kristján Jónasson sjómaður, vélstjóri f. 28. júlí 1902 í Stakkagerði, d. 14. júlí 1976.
6. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.

Börn Magnúsar Þórðarsonar og Magneu Gísladóttur voru:
7. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
8. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
9. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

Börn Magnúsar og Gíslínu Jónsdóttur voru:
10. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
11. Stúlka, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gömul.
12. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
13. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Langa-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
14. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
15. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
16. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
17. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
18. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
19. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
20. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Þórðar Ívarssonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar Ívarssonar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Magnús var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau slitu smvistir. Þau bjuggu þó bæði í Langa-Hvammi 1920 og þar var Magnús með móður sinni.
Hann varð vélstjóri 1941 í Eyjum.
Magnús fór snemma að vinna fyrir sér, varð sjómaður, og sigldi víða. Þá varð hann vélstjóri í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og vann þar til 1976.
Hann var á Skálum á Langanesi og kynntist þar Halldóru. Þau giftu sig 1932, eignuðust tíu börn og eitt kjörbarn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu á Auðsstöðum við Brekastíg 15B 1930, bjuggu um skeið á Skálum, um árabil á Þórshöfn á Langanesi, síðar á Sveinsstöðum í Mosfellssveit, í Reynihvammi 27 í Kópavogi og síðast á Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ.
Magnús lést 1995 og Halldóra 2003.

I. Kona Magnúsar Hlíðdals, (7. apríl 1932), var Halldóra Halldórsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, f. 6. janúar 1913, d. 15. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Baldur Magnússon, f. 3. febrúar 1932, d. 5. júní 1967. Kona hans Lára Haraldsdóttir, látin.
2. Stúlka, f. 1933, d. 1933.
3. Stefanía Arnfríður Magnúsdóttir, f. 8. október 1934. Maður hennar Einar Bachmann.
4. Sveinn Magnússon, f. 17. apríl 1936, d. 22. júní 2019. Kona hans Gunnhildur Valtýsdóttir.
5. Anna Margrét Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 12. nóvember 1939. Sambúðarmaður hennar Trausti Pétursson.
6. Hólmfríður Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 18. ágúst 1941. Maður hennar Júlíus Sigmarsson.
7. Þórarinn Magnússon, f. 12. júlí 1943. Kona hans Júlíana Grímsdóttir.
8. Sigríður Magnúsdóttir, f. 19. október 1946. Maður hennar Róbert Lauritsen.
9. Jóhanna Súsanna Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 24. janúar 1949. Maður hennar Sævar Guðmundsson.
10. Magnús Hlíðdal Magnússon, f. 15. október 1950. Kona hans Ólöf Oddgeirsdóttir.
Kjörsonur hjónanna, sonur Önnu Margrétar dóttur þeirra er
11. Svanur Hlíðdal Magnússon, f. 25. ágúst 1958. Kona hans Sveinbjörg Davíðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.