Karl Gunnar Jónasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karl Gunnar Jónasson.

Karl Gunnar Jónasson frá Múla, loftskeytamaður fæddist þar 28. febrúar 1905 og lést 25. júlí 1934.
Foreldrar hans voru Jónas Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, fiskimatsmaður á Múla, f. 6. júlí 1869, d. 28. nóvember 1951, og fyrri kona hans Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.

Börn Margrétar og Jónasar:
1. Jón Jónasson útgerðarmaður í Ásnesi, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
2. Kristján Jónasson sjómaður, vélstjóri f. 28. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 14. júlí 1976.
3. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.

Börn Margrétar og Magnús Þórðarsonar:
4. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, fórst 29. janúar 1940.
5. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
6. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Jónasar á Múla og Kristínar Jónsdóttur, síðari konu hans:
7. Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, f. 17. desember 1912, d. 2. júlí 1996.
8. Kjartan Jónasson, f. 17. desember 1912, d. 26. nóvember 1918.

Karl Gunnar var með móður sinni og Magnúsi Þórðarsyni í Langa-Hvammi 1910 og með henni þar 1920, með henni í Sjávargötu 1927, en á því ári tók hann loftskeytapróf og vann um skeið á Símstöðinni. Hann var leigjandi verslunarmaður á Vegbergi 1930.
Hann lést 1934, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.