Anna Halldórsdóttir (Eystri-Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Halldórsdóttir húsfreyja, verkakona á Eystri-Gjábakka fæddist 28. október 1906 á Bryggju í Biskupstungum og lést 29. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Halldór Þorvaldsson, síðar tómthúsbóndi á Eimi á Eyrarbakka, f. 1. janúar 1861 í Helludal í Haukadal í Biskupstungum, d. 2. maí 1923 og kona hans Guðrún Ársæl Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1874 á Gafli í Villingaholtshreppi, d. 21. desember 1956.

Anna var með foreldrum sínum á Bryggju, í Deild á Eyrarbakka 1910, á Eimu þar 1920.
Hún kom til Eyja 14 ára, vann við húshjálp, m.a. á Háeyri, flutti til Eyja 1930.
Anna vann við hreingerningar og þvotta, við fiskiðnað og ræstingar á elliheimilinu í Skálholti og á Sjúkrahúsinu.
Þau Þórarinn giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Langa-Hvammi, á Litlu-Grund við Vesturveg 24 við fæðingu Guðrúnar 1932, í Hólmgarði við Vestmannabraut 12 við fæðingu Bergsteins Theodórs 1933, á Stapa 1935, síðar á Eystri-Gjábakka við Bakkastíg.
Þórarinn fórst í Norðursjó með flutningaskipinu Bisp frá Noregi af hernaðarsökum 1940.
Anna bjó á Eystri-Gjábakka til Goss 1973, flutti til Hveragerðis, en snéri til Eyja 1974, bjó í íbúð sinni á Kanastöðum við Hásteinsveg 22. Hún dvaldi síðustu tvö ár sín í Hraunbúðum.
Hún lést 1992.

I. Maður Önnu, (12. september 1931), var Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon sjómaður, farmaður, f. 27. nóvember 1906, fórst 29. janúar 1940.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ársæl Þórarinsdóttir í Noregi, f. 15. janúar 1932 á Litlu-Grund, d. 15. febrúar 2021.
2. Bergsteinn Theodór Þórarinsson vélstjóri, öryrki, f. 1. nóvember 1933 í Hólmgarði, d. 12. ágúst 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.