Óskar Sigmundsson (Tungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Sigmundsson frá Tungu við Heimagötu 4, sölustjóri, framkvæmdastjóri fæddist 7. maí 1964.
Foreldrar hans voru Sigmundur Andrésson frá Eyrarbakka, bakarameistari, f. 20. ágúst 1922, d. 16. nóvember 2016, og kona hans Dóra Hanna Magnúsdóttir frá Tungu, húsfreyja, f. 27. júní 1925, d. 30. júní 2013.

Börn Dóru Hönnu og Sigmundar:
1. Dóra Bergs Sigmundsdóttir kjördóttir Sigmundar, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, verslunarmaður, ræstitæknir f. 6. nóvember 1944, d. 27. janúar 2018. Maður hennar Sigmar Magnússon.
2. Bergur Magnús Sigmundsson bakarameistari, f. 5. desember 1947. Barnsmóðir hans Guðrún Fanney Júlíusdóttir. Kona hans Vilborg Gísladóttir.
3. Andrés Sigmundsson bakarameistari, bæjarfulltrúi, f. 11. desember 1949. Fyrrum kona hans Hrafnhildur Ástþórsdóttir. Fyrrum kona hans Þuríður Freysdóttir.
4. Óskar Sigmundsson sölustjóri, framkvæmdastjóri í Þýskalandi, f. 7. maí 1964. Kona hans Oddný Huginsdóttir.

Óskar var með foreldrum sínum.
Hann varð sölustjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna í Hamborg í Þýskalandi.
Þau Oddný giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Óskars er Oddný Huginsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1967.
Börn þeirra:
1. Huginn Óskarsson, f. 11. júlí 1993.
2. Ástrós Óskarsdóttir, f. 14. febrúar 1997.
3. Ósk Óskarsdóttir, f. 19. ágúst 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.