Þuríður Freysdóttir (leikskólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þuríður Freysdóttir.

Þuríður Freysdóttir leikskólakennari, leikskólastjóri fæddist 25. nóvember 1951 á Húsavík og lést 14. júlí 2020 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Foreldrar hennar voru Hallmar Freyr Bjarnason múrarameistari, f. 21. nóvember 1931 á Húsavík, d. 21. júlí 1987 og kona hans Guðrún Herborg Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1932 á Húsavík, d. 24. maí 2008.

Systir Þuríðar er
1. Katrín Freysdóttir læknaritari, f. 12. júlí 1953. Maður hennar Einar Friðþjófsson kennari.

Þuríður var með foreldrum sínum.
Hún nam í Fósturskóla Íslands 1975.
Að námi loknu kenndi Þuríður við Barnaskóla Húsavíkur í sex ár , en vann síðan í leikskólanum Bestabæ á Húsavík.
Hún flutti til Eyja 1987, varð forstöðumaður í Leikskólanum Kirkjugerði, en vann síðar í Magnúsarbakaríi með Andrési.
Þuríður flutti til Reykjavíkur 2005 og vann umönnunarstörf, en 2009 flutti hún til Húsavíkur og vann við Leikskólann Grænuvelli til 2017.
Þuríður eignaðist barn með Gísla 1976.
Þau Andrés giftu sig 1994, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 10. Þau skildu.
Þuríður lést 2020.

I. Barnsfaðir Þuríðar var Gísli Þorkelsson, síðar fasteignasali í S.-Afríku, f. 24. mars 1951, d. 25. maí 2005.
Barn þeirra:
1. Ágúst Örn Gíslason stuðningsfulltrúi, f. 30. september 1976. Sambúðarkona hans Guðlaug Elísabet Bóasdóttir.

II. Maður Þuríðar, (1994, skildu), er Andrés Sigmundsson bakarameistari, bæjarfulltrúi, f. 11. desember 1949.
Barn þeirra:
2. Guðrún Heba Andrésdóttir nemi í menntaskóla, f. 6. október 1989, d. 29. október 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.