Óskar Þór Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Þór Óskarsson.

Óskar Þór Óskarsson línumaður, bóndi fæddist 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti við Brekastíg 7B og lést 31. maí 2021.
Foreldrar hans voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013.

Börn Þóru og Óskars:
1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944 á Stóra Gjábakka. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. maí 1945 á Stóra Gjábakka. Kona hans Sigurlaug Alfreðsdóttir
3. Kristján Valur Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. maí 1946 á Stóra Gjábakka. Kona hans Emma Pálsdóttir.
4. Óskar Þór Óskarsson verktaki, f. 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti. Kona hans Sigurbjörg Helgadóttir.
5. Leó Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti. Sambúðarkona hans María Lovísa Kjartansdóttir.
6. Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigurður Jón Hjartarson.
7. Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1963. Kona hans Margrét Pétursdóttir.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf störf hjá Rarik 1971 og var línumaður víða um land. Óskar keypti traktorsgröfu og var verktaki hjá Rarik og vann mikið fyrir sumarbústaðaeigendur í nágrenni Borgarness.
Óskar Þór tók mikinn fjölda mynda með viðtölum við fólk.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1996, eignuðust tvö börn. Þau byggðu hús í Borgarnesi 1978, en 2014 fluttu þau að Tröðum á Mýrum, býli tengdaforeldra hans og stunduðu þar æðarrækt.
Óskar lést 2021.

I. Kona Óskars Þórs, (24. mars 1996), er Sigurbjörg Helgadóttir húsfreyja, f. 2. desember 1950. Foreldrar hennar voru Helgi Sigurður Gíslason frá Tröðum á Mýrum, bóndi þar, f. 11. júlí 1913, d. 6. júní 1984, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir frá Ísleifsstöðum í Hraunhreppi, Mýras., húsfreyja, f. 19. september 1918, d. 14. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Katrín Helga Óskarsdóttir, f. 14. mars 1980. Maður hennar Arnþór Valgarðsson.
2. Fanney Svala Óskarsdóttir, f. 15. desember 1981. Maður hennar Snorri Elmarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. júní 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.