Ingibjörg Pétursdóttir (Karlsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Pétursdóttir frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja fæddist þar 6. febrúar 1952.
Foreldrar hennar voru Guðni Pétur Sigurðsson vélstjóri, skipstjóri, síðast á Eyrarbakka, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, og kona hans Guðríður Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja, síðast á Eyrarbakka, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.

Börn Péturs og Guðríðar:
1. Sigurður Erling Pétursson skipstjóri, útgerðarmaður, bóndi, f. 25. október 1942.
2. Sigrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944.
3. Erla Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1947.
4. Svana Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. september 1948.
5. Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
6. Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1956.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann hjá Ísfélaginu, síðan í eldhúsi Sjúkrahússins 1968-1969. Eftir að Þau Matthías fóru í útgerð 1971, vann hún í netum í kjallara húss síns og síðan við bókhald bátsins.
Þau Matthías giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Karlsbergi við Heimagötu 20 og við Illugagötu 4.

I. Maður Ingibjargar er Matthías Óskarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944.
Börn þeirra:
1. Bylgja Matthíasdóttir, f. 7. maí 1970.
2. Óskar Matthíasson, f. 7. apríl 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.