Hrönn Þórðardóttir (Pétursey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hrönn Þórðardóttir.

Hrönn Þórðardóttir frá Pétursey, Hásteinsvegi 43, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 29. apríl 1946.
Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, netagerðarmaður, frumkvöðull, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 4. júní 2007, og kona hans Ingibjörg Haraldsdóttir (Inga) húsfreyja, f. 2. júlí 1925 í Stakkholti, d. 20. apríl 2010.

Börn Ingibjargar og Þórðar:
1. Hrönn Þórðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1946 í Pétursey, Hásteinsvegi 43. Maður hennar er Óli Þór Alfreðsson.
2. Hanna Þórðardóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1947 í Pétursey. Maður hennar er Gísli Valtýsson.

Hrönn var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Pétursey, á Faxastíg 2b og á Bröttugötu 20.
Hún varð gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1963, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1968.
Hrönn var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum með hléum frá 1968 til starfsloka.
Þau Óli Þór giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Urðavegi 46 1972, búa á Bröttugötu 20.

I. Maður Hrannar, (13. maí 1967), er Óli Þór Alfreðsson frá Geithálsi, verkamaður, sjómaður, f. þar 10. mars 1944.
Börn þeirra:
1. Ylfa Óladóttir skrifstofumaður, f. 5. september 1969, óg.
2. Njörður Ólason vélvirkjameistari hjá Björgun hf., f. 27. maí 1972. Hann býr í Mosfellsbæ. Kona hans Erica Do Carmo.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Hrönn.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.