Ásta Stefánsdóttir (Hábæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Þorbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

Ásta Stefánsdóttir frá Hábæ, húsfreyja í Eyjum og Reykjavík fæddist 27. september 1927 í Vesturholti.
Foreldrar hennar voru Stefán Vilhjálmsson verkamaður, f. 24. ágúst 1890, d. 29. júní 1973, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júlí 1984.

Börn Guðríðar og Stefáns voru:
1. Guðný Sigurleif Stefánsdóttir, f. 14. febrúar 1918, d. 15. janúar 2009.
2. Ólafur Kristinn Stefánsson múrari, f. 8. ágúst 1919, d. 29. febrúar 2000.
3. Þorsteinn Stefánsson, f. 2. október 1920 á Litlu-Grund, d. 24. nóvember 1920.
4. Þorsteinn Stefánsson sjómaður, f. 9. nóvember 1921 í París II, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
5. Regína Matthildur Stefánsdóttir, f. 18. september 1923.
6. Kristín Stefánsdóttir, f. 21. febrúar 1925.
7. Ásta Stefánsdóttir, f. 27. september 1927.
8. Vilhjálmur Stefánsson, f. 12. febrúar 1931.
Hjá þeim ólst upp sonur Regínu Matthildar
9. Henry Stefáns, síðar í Florida, f. 13. mars 1944 í Reykjavík.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Hábæ 1930, á Fífilgötu 2 1940, fluttist með þeim til Reykjavíkur á fimmta áratugnum.
Hún var tvö sumur við síldarvinnslu á Siglufirði og síðar vann hún nokkur ár á Hótel Borg og síðan á veitingahúsinu Brytanum og Café Höll í Hafnarstræti og í Hressingarskálanum. Síðar vann hún í Fiskiðjunni
Þau Sigurður hófu búskap í Reykjavík, eignuðust sex börn. Þau eignuðust Steinunni í Reykjavík. Þau fluttust til Eyja 1952 og bjuggu á Bárustíg 15, (Baðhúsinu) 1953 og enn 1957, en síðar á Löndum. Þau fluttust til Reykjavíkur 1961, bjuggu í Einarsnesi um skeið, leigðu á Laugarnesvegi, en eignuðust íbúð við Laugarnesveg 94. Þar bjuggu þau til 1983, er þau fluttu í Álftamýri 32 og síðan á Langholtsveg 32. Sigurður varð húsvörður í Sólheimum 25 og fluttu þau þangað. Þaðan fluttu þau í Andrésarbrunn 11 í Grafarholti og þaðan á Hjúkrunarheimilið Eirborg í Grafarvogi. Eftir lát Sigurðar 2016 flutti Ásta í Hjúkrunarheimilið Skógarbæ og þar lést hún 2022.

Maður Ástu, (11. október 1951), var Sigurður Breiðfjörð Þorbjörnsson verkamaður, verkstjóri, f. 9. maí 1927, d. 28. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 14. desember 1950. Barnsfaðir hennar Robert Gallald. Maður hennar Guðni Guðmundsson.
2. Hrefna Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 10. september 1953. Fyrrum sambúðarmennr hennar Eiríkur Ólafsson og Aðalsteinn Herbertsson. Maður hennar Guðjón Hilmar Jónsson.
3. Sigurþór Sigurðsson bókbindari í Reykjavík, f. þar 23. september 1954.
4. Stefán Sigurðsson verkamaður í Reykjavík, f. þar 20. nóvember 1957. Sambúðarkona hans Jóhanna Guðfinnsdóttir.
5. Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. þar 20. september 1960. Maður hennar Guðmundur Óskar Hauksson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 4. mars 2016. Minningargrein.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.