Ólafur Stefánsson (Háaskála)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Kristinn Stefánsson múrari fæddist 8. ágúst 1919 á Siglufirði og lést 29. febrúar 2000.
Foreldrar hans voru Stefán Vilhjálmsson verkamaður, f. 24. ágúst 1890, d. 29. júní 1973, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júlí 1984.

Börn Guðríðar og Stefáns:
1. Guðný Sigurleif Stefánsdóttir, f. 14. febrúar 1918, d. 15. janúar 2009.
2. Ólafur Kristinn Stefánsson múrari, f. 8. ágúst 1919, d. 29. febrúar 2000.
3. Þorsteinn Stefánsson, f. 2. október 1920 á Litlu-Grund, d. 24. nóvember 1920.
4. Þorsteinn Stefánsson sjómaður, f. 9. nóvember 1921 í París II, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
5. Regína Matthildur Stefánsdóttir, f. 18. september 1923.
6. Kristín Stefánsdóttir, f. 21. febrúar 1925.
7. Ásta Stefánsdóttir, f. 27. september 1927.
8. Vilhjálmur Stefánsson, f. 12. febrúar 1931.
Hjá þeim ólst upp sonur Regínu Matthildar
9. Henry Stefáns, síðar í Florida, f. 13. mars 1944 í Reykjavík.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, á Litlu-Grund 1920, í París II 1921, á Oddeyri (Flötum 14) 1923 við fæðingu Regínu Matthildar, í Vesturholti við Brekastíg 1927, í Hábæ 1930, á Fífilgötu 2 1940. Þau Bjarney Aðalheiður bjuggu hjá Sigríði móður Bjarneyjar í Nýborg 1945, á Hólagötu 21 við fæðingu Hennýjar Drafnar 1948 og enn við fæðingu Aðalheiðar með Huldu 1962.
Bjarney Aðalheiður lést af slysförum 1951.
Henný dóttir þeirra fór í fóstur til Sigríðar ömmu sinnar að Brekastíg 36.
Ólafur bjó með Huldu Þorsteinsdóttur frá Sæbergi, átti með henni tvíbura 1962, andvana stúlku og Aðalheiði. Þau giftu sig 1963 og bjuggu á Brekastíg 11 B, (Háaskála), eignuðust Sóleyju 1964 og Þorstein 1966.
Ólafur lést árið 2000.

I. Fyrri kona Ólafs Kristins var Bjarney Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1927, d. 21. desember 1951 af slysförum.
Barn þeirra:
1. Henný Dröfn Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1948, d. 17. mars 2003.

II. Síðari kona Ólafs Kristins, (19. janúar 1963), var Hulda Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, f. 21. maí 1927, d. 15. ágúst 2014.
Börn þeirra:
2. Aðalheiður Ólafsdóttir, tvíburi, f. 3. apríl 1962.
3. Andvana stúlka, tvíburi, f. 3. apríl 1962.
4. Sóley Ólafsdóttir, f. 25. nóvember 1964.
5. Þorsteinn Ólafsson, f. 26. ágúst 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.