Ásta Guðjónsdóttir (Hlíðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, húsfreyja fæddist þar 1. ágúst 1929.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. desember 1899 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 8. júlí 1966, og síðari kona hans Rannveig Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.

Börn Guðjóns og Sigurbjargar Guðmundsdóttur fyrri konu hans:
1. Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1923 í Hlíðardal, d. 9. júní 2018.
2. Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1925 í Hlíðardal, d. 18. nóvember 2007.
3. Andvana stúlka, f. 11. desember 1927 í Hlíðardal.

Börn Rannveigar og Guðjóns:
4. Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.
Fósturbarn þeirra, dóttir Steindórs bróður Guðjóns:
5. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, dagmóðir, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
Fósturbarn þeirra:
6. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, d. 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1954.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í Gagnfræðaskólanum, en varð að hætta eftir annan bekk vegna veikinda, sem hún stríddi lengi við.
Hún vann við fiskiðnað og afgreislustörf.
Þau Rögnvaldur giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu við Framnesveg 34 í Reykjavík, fluttust ti Eyja 1951, bjuggu í Bergholti við Vestmannabraut 67, byggðu húsið við Brimhólabraut 23 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar og síðan í Garðabæ.
Rögnvaldur Þór lést 2015.
Ásta Sigurbjörg býr á Strikinu 8 í Garðabæ.

I. Maður Ástu, (15. desember 1949), var Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson bifreiðastjóri, fiskkaupmaður, verkamaður, f. 19. mars 1932, d. 20. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ragnar Rögnvaldsson útgerðarmaður í Eyjum, f. 8. maí 1950 í Reykjavík. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir Hjartarsonar.
2. Bryndís Rögnvaldsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1952 í Bergholti. Maður hennar Sigurbjörn Unnar Guðmundsson.
3. Hörður Þór Rögnvaldsson matsveinn, gistiheimilisrekandi á Akureyri, f. 7. apríl 1955 á Brimhólabraut 23. Kona hans Sigrún Gísladóttir.
4. Hallgrímur Steinar Rögnvaldsson vélstjóri, vélvirki, f. 13. ágúst 1959 á Sjh. Fyrrum kona hans Helga Sævarsdóttir. Kona hans Weni Seng.
5. Rannveig Rögnvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. júní 1964 á Brimhólabraut 23. Maður hennar Halldór Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 6. febrúar 2015. Minning Rögnvaldar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.