Bryndís Rögnvaldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bryndís Rögnvaldsdóttir frá Bergholti við Vesmannabraut 67 fæddist þar 28. september 1952.
Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson úr Reykjavík, bifreiðastjóri, fiskkaupmaður, verkamaður, f. 14. mars 1930, og kona hans Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.

Börn Ástu og Rögnvaldar:
1. Guðjón Ragnar Rögnvaldsson útgerðarmaður í Eyjum, f. 8. maí 1950 í Reykjavík. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir Hjartarsonar.
2. Bryndís Rögnvaldsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1952 í Bergholti. Maður hennar Sigurbjörn Unnar Guðmundsson.
3. Hörður Þór Rögnvaldsson matsveinn, gistiheimilisrekandi á Akureyri, f. 7. apríl 1955 á Brimhólabraut 23. Kona hans Sigrún Gísladóttir.
4. Hallgrímur Steinar Rögnvaldsson vélstjóri, vélvirki, f. 13. ágúst 1959 á Sjh. Fyrrum kona hans Helga Sævarsdóttir. Kona hans Weni Seng.
5. Rannveig Rögnvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. júní 1964 á Brimhólabraut 23. Maður hennar Halldór Halldórsson.

Bryndís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf, en við ræstingar í Garði.
Þau Unnar giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heimagötu 30 við Gos 1973, búa nú í Eyjaholti 5 í Garði.

I. Maður Bryndísar, (29. maí 1971), er Sigurbjörn Unnar Guðmundsson frá Háagarði, sjómaður, f. þar 22. júlí 1947.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Ásta Unnarsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 31. mars 1971. Maður hennar Róbert Ólafur Sigurðsson.
2. Sigurbjörg Unnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 2. ágúst 1973. Maður hennar Jón Agnar Torfason.
3. Guðmundur Unnarsson trésmiður, bókhaldari, f. 12. mars 1978. Sambúðarkona Edda Sif Gunnarsdóttir.
4. Bjarni Unnarsson vinnuvélastjóri, f. 17. maí 1983. Kona hans Sandra Ósk Pálmadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.