Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson.

Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson úr Reykjavík, bifreiðastjóri, fiskkaupmaður, verkamaður fæddist 14. mars 1930 og lést 20. janúar 2015 á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson verkamaður, f. 30. október 1902 í Berghyl í Skagafirði, d. 30. ágúst 1947, og kona hans Finnrós Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1904 á Hellissandi, d. 5. september 1987.

Rögnvaldur var með foreldrum sínum.
Hann vann snemma, seldi blöð, var sendill í bakaríi og fór svo að læra prentiðn, en varð að hætta vegna ofnæmis. Hann vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þegar hann flutti til Eyja vann hann hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og var síðan bifreiðastjóri síðan hjá Olíusamlagi Vestmannaeyja. Hann fór síðan út í sjálfstæðan rekstur var bifreiðastjóri hjá Bifreiðastöð Vestmannaeyja og setti upp fiskbúð ásamt konu sinni og ráku hana til Goss. Einnig flutti hann flatfisk með flugi til Grænlands um skeið. Hann starfaði við Vörubílastöð Hafnarfjarðar og síðan hjá Álverinu í Straumsvík fram að starfslokum.
Þau Ásta giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu við Framnesveg 34 í Reykjavík, fluttust til Eyja 1951, bjuggu í Bergholti við Vestmannabraut 67, byggðu húsið við Brimhólabraut 23 og bjuggu þar frá 1953 til Goss 1973.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar og síðan í Garðabæ.
Rögnvaldur Þór lést 2015.
Ásta Sigurbjörg býr á Strikinu 8 í Garðabæ.

I. Kona Rögnvaldar, (15. desember 1949), er Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, húsfreyja, verslunarmaður, f. 1. ágúst 1929.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ragnar Rögnvaldsson útgerðarmaður í Eyjum, f. 8. maí 1950 í Reykjavík. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir Hjartarsonar.
2. Bryndís Rögnvaldsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1952 í Bergholti. Maður hennar Sigurbjörn Unnar Guðmundsson.
3. Hörður Þór Rögnvaldsson matsveinn, gistiheimilisrekandi á Akureyri, f. 7. apríl 1955 á Brimhólabraut 23. Kona hans Sigrún Gísladóttir.
4. Hallgrímur Steinar Rögnvaldsson vélstjóri, vélvirki, f. 13. ágúst 1959 á Sjh. Fyrrum kona hans Helga Sævarsdóttir. Kona hans Weni Seng.
5. Rannveig Rögnvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. júní 1964 á Brimhólabraut 23. Maður hennar Halldór Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 6. febrúar 2015. Minning Rögnvaldar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.