Rannveig Rögnvaldsdóttir
Rannveig Rögnvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, þjónustufulltrúi hjá VR, fæddist 24. júní 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson úr Reykjavík, bifreiðastjóri, fiskkaupmaður, verkamaður, f. 14. mars 1930, og kona hans Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.
Börn Ástu og Rögnvaldar:
1. Guðjón Ragnar Rögnvaldsson útgerðarmaður í Eyjum, f. 8. maí 1950 í Reykjavík. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir Hjartarsonar.
2. Bryndís Rögnvaldsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1952 í Bergholti. Maður hennar Sigurbjörn Unnar Guðmundsson.
3. Hörður Þór Rögnvaldsson matsveinn, gistiheimilisrekandi á Akureyri, f. 7. apríl 1955 á Brimhólabraut 23. Kona hans Sigrún Gísladóttir.
4. Hallgrímur Steinar Rögnvaldsson vélstjóri, stálskipasmiður, veitingamaður, f. 13. ágúst 1959 á Sjh. Fyrrum kona hans Helga Sævarsdóttir. Kona hans Weni Seng.
5. Rannveig Rögnvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. júní 1964 á Brimhólabraut 23. Maður hennar Halldór Halldórsson.
Þau Halldór giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.
I. Maður Rannveigar er Halldór Halldórsson úr Garðabæ, öryggisstjóri hjá Landsneti, f. 22. mars 1963. Foreldrar hans Vigdís Ketilsdóttir, f. 4. september1940, og Halldór Halldórsson, f. 31. mars 1935, d. 10. apríl 2011.
Börn þeirra:
1. Vigdís Halldórsdóttir, f. 9. febrúar 1986.
2. Rögnvaldur Andri Halldórsson, f. 29. apríl 1988.
3. Davíð Halldórsson, f. 21. ágúst 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Rannveig.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.