Ásta Finnbogadóttir (Vallartúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Finnbogadóttir.

Ásta Guðfinna Finnbogadóttir frá Vallartúni, húsfreyja fæddist 21. febrúar 1927 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3 og lést 11. janúar 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirðir.
Foreldrar hennar voru Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri, f. þar 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1891 í Hliði á Álftanesi, d. 14. október 1964.

Börn Sesselju og Finnboga:
1. Rósa Jórunn Finnbogadóttir húsfreyja, f. 27. september 1914 í Norðurgarði, d. 28. október 1994. Maður hennar Ásgeir Bjarnason.
2. Kristinn Árni Finnbogason stýrimaður, f. 7. nóvember 1916 í Norðurgarði, d. 9. apríl 2006. Kona hans Reidun Finnbogason.
3. Unnur Fjóla Finnbogadóttir, f. 16. desember 1917 í Norðurgarði, d. 15. október 2001. Maður hennar Halldór Guðjón Kristinsson.
4. Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónas Þórðarson. Síðari maður Karl Emil Sigurðsson.
5. Ólafur Tryggvi Finnbogason skipstjóri, f. 9. ágúst 1922 í Bræðraborg, d. 14. febrúar 1999. Kona hans Unnur Jónsdóttir.
6. Guðni Kristján Finnbogason, f. 6. desember 1924 í Bræðraborg, d. 13. janúar 1925.
7. Ásta Guðfinna Finnbogadóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1927 í Bræðraborg, d. 11. janúar 2020. Maður hennar Björgvin Guðmundur Þórðarson.
8. Finnboga Gréta Finbogadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. mars 1929 í Bræðraborg, d. 18. febrúar 2019. Maður hennar Trausti Eyjólfsson.
9. Drengur f. 21. júní 1932, andvana.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku, í Bræðraborg og Vallartúni.
Hún lauk 2. bekk í Gagnfræðaskólanum 1943, síðar Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Ásta vann við fiskiðnað í Eyjum og Hafnarfirði, vann við skógrækt austur á Héraði 1945.
Þau Björgvin giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Vallartúni, en á Herjólfsgötu 6 frá 1958. Þar bjuggu þau til Goss 1973, en þá í Keflavík og að síðustu í Hafnarfirði, fyrst á Suðurvangi 14, en að síðustu á Sólvangsvegi 3 í 22 ár.
Ásta dvaldi síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Björgvin Guðmundur lést 2001 og Ásta Guðfinna 2020.

I. Maður Ástu, (13. nóvember 1947), var Björgvin Guðmundur Þórðarson, f. 11. maí 1924, d. 26. maí 2001.
Börn þeirra:
1. Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir býr í Svíþjóð, f. 16. febrúar 1949, d. 14. október 2004. Maður hennar Gísli Tómas Ívarsson.
2. Gunnar Jónas Björgvinsson, f. 15. september 1950, d. 5. nóvember 1968, fórst með Þráni VE.
3. Lilja Björgvinsdóttir sjúkraliði, f. 27. maí 1967. Maður hennar Þórhallur Óskarsson.
4. Gunnar Björgvinsson slökkviliðsmaður, starfsmaður Rauða krossins, f. 9. febrúar 1969. Fyrrum kona hans Margrét Gunnarsdóttir. Kona hans Birna Blöndal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.