Árni Finnbogason (Vallartúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árni Kristinn Finnbogason.

Kristinn Árni Finnbogason frá Vallartúni, sjómaður, farmaður, stýrimaður fæddist 7. nóvember 1916 í Norðurgarði og lést 9. apríl 2006.
Foreldrar hans voru Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri, f. þar 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1891 í Hliði á Álftanesi, d. 14. október 1964.

Börn Sesselju og Finnboga:
1. Rósa Jórunn Finnbogadóttir húsfreyja, f. 27. september 1914 í Norðurgarði, d. 28. október 1994. Maður hennar Ásgeir Bjarnason.
2. Kristinn Árni Finnbogason stýrimaður, f. 7. nóvember 1916 í Norðurgarði, d. 9. apríl 2006. Kona hans Reidun Finnbogason.
3. Unnur Fjóla Finnbogadóttir, f. 16. desember 1917 í Norðurgarði, d. 15. október 2001. Maður hennar Halldór Guðjón Kristinsson.
4. Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónas Þórðarson. Síðari maður Karl Emil Sigurðsson.
5. Ólafur Tryggvi Finnbogason skipstjóri, f. 9. ágúst 1922 í Bræðraborg, d. 14. febrúar 1999. Kona hans Unnur Jónsdóttir.
6. Guðni Kristján Finnbogason, f. 6. desember 1924 í Bræðraborg, d. 13. janúar 1925.
7. Ásta Guðfinna Finnbogadóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1927 í Bræðraborg, d. 11. janúar 2020. Maður hennar Björgvin Guðmundur Þórðarson.
8. Finnboga Gréta Finbogadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. mars 1929 í Bræðraborg, d. 18. febrúar 2019. Maður hennar Trausti Eyjólfsson.
9. Drengur f. 21. júní 1932, andvana.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, í Norðurgarði, Bræðraborg og Vallartúni.
Hann öðlaðist skipstjórnarréttindi og síðar frekari réttindi í Noregi.
Hann hóf ungur sjómennsku, var í fyrstu á Veigu VE með föður sínum, síðar var hann stýrimaður á Helga VE 333 og á skipum frá Hafnarfirði. Hann leitaði til Noregs, var þar bátsmaður á flutningaskipum Mosvold-útgerðarinnar í Farsund og síðan stýrimaður. Fljótlega varð hann skipstjóri á stórskipum félagsins og sigldi m.a. til Asíu og Ameríku.
Árni eignaðist fjögur börn með fjórum konum.
Þau Reidun giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu fyrst að Sköyenaasen í Osló og síðan á Sólvangi í Skjetten frá 1967.
Árni lést 2006.

I. Barnsmóðir hans var Rósa Gunnarsdóttir verkakona, starfsmaður Landsímans, f. 25. desember 1918, d. 15. júlí 2016.
Barn þeirra:
1. Gígja Árnadóttir, f. 5. janúar 1943.

II. Barnsmóðir Árna var Ingibjörg Guðrún Guðnadóttir, f. 11. apríl 1918, d. 25. febrúar 2002.
Barn þeirra:
2. Margrét Bryndís Árnadóttir, f. 21. september 1943.

III. Barnsmóðir Árna var Jarþrúður Karlsdóttir, f. 10. maí 1923, d. 14. október 1987.
Barn þeirra:
3. Helgi Már Haraldsson (kjörbarn Haraldar Stefánssonar og Jónínu Margrétar Stefánsdóttur), f. 16. janúar 1951.

IV. Kona Árna var Reidun Finnbogason af norskum ættum.
Barn þeirra:
4. Siri Finnbogason, f. 21. febrúar 1967. Maður hennar Wettle Bjorgulfsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.