Gréta Finnbogadóttir (Vallartúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Finnboga Gréta Finnbogadóttir.

Finnboga Gréta Finnbogadóttir frá Vallartúni, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 30. mars 1929 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3 og lést 18. febrúar 2019.
Foreldrar hennar voru Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri, f. þar 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1891 í Hliði á Álftanesi, d. 14. október 1964.

Börn Sesselju og Finnboga:
1. Rósa Jórunn Finnbogadóttir húsfreyja, f. 27. september 1914 í Norðurgarði, d. 28. október 1994. Maður hennar Ásgeir Bjarnason.
2. Kristinn Árni Finnbogason stýrimaður, f. 7. nóvember 1916 í Norðurgarði, d. 9. apríl 2006. Kona hans Reidun Finnbogason.
3. Unnur Fjóla Finnbogadóttir, f. 16. desember 1917 í Norðurgarði, d. 15. október 2001. Maður hennar Halldór Guðjón Kristinsson.
4. Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónas Þórðarson. Síðari maður Karl Emil Sigurðsson.
5. Ólafur Tryggvi Finnbogason skipstjóri, f. 9. ágúst 1922 í Bræðraborg, d. 14. febrúar 1999. Kona hans Unnur Jónsdóttir.
6. Guðni Kristján Finnbogason, f. 6. desember 1924 í Bræðraborg, d. 13. janúar 1925.
7. Ásta Guðfinna Finnbogadóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1927 í Bræðraborg, d. 11. janúar 2020. Maður hennar Björgvin Guðmundur Þórðarson.
8. Finnboga Gréta Finbogadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. mars 1929 í Bræðraborg, d. 18. febrúar 2019. Maður hennar Trausti Eyjólfsson.
9. Drengur f. 21. júní 1932, andvana.

Gréta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk námi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún í Norræna húsinu við framreiðslu og eldamennsku, var póstberi um nokkurra ára skeið, en lengst af vann hún á skrifstofunni í Smjörlíki Sól hf.
Þau Trausti giftu sig 1951, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólvallagötu 20, um tíma á Eiríksgötu 21, en á Háaleitisbraut 16 frá 1963 til 2010.
Trausti lést 2010.
Gréta bjó í Mörkinni við Suðurlandsbraut 62, þá í sambýlinu Roðasölum í Kópavogi og síðasta árið á hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut.
Hún lést 2019.

I. Maður Grétu, (23. desember 1951), var Jón Trausti Eyjólfsson rakari, ökukennari, f. 22. nóvember 1927, d. 20. júlí 2010. Foreldrar hans voru Eyjólfur Einar Jóhannsson frá Miðnestungu í Reykhólasveit, A.-Barð., rakarameistari, f. 3. mars 1892, d. 13. maí 1975 og kona hans Jónína Þórunn Jónsdóttir frá Syðri-Rauðamel í Hnapp., húsfreyja, f. 12. desember 1895, d. 8. júlí 1988.
Börn þeirra:
1. Þórunn Helga Traustadóttir kennari, f. 17. desember 1952. Maður hennar Stefán Már Halldórsson.
2. Gunnar Albert Traustason byggingaiðnfræðingur, f. 8. júlí 1955. Kona hans Ásta Birna Stefánsdóttir.
3. Ólafur Árni Traustason kennari, ökukennari, f. 6. október 1959. Fyrrum kona hans Guðrún Erna Gunnarsdóttir. Kona hans Auður Bergsteinsdóttir.
4. Jón Grétar Traustason húsasmíðameistari, f. 6. mars 1963. Kona hans var Ingunn Hera Ármannsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Erla Bryndís Ingadóttir.
5. Sesselja Traustadóttir framkvæmdastjóri, f. 12. mars 1965. Fyrrum maður hennar Arngrímur Viðar Ásgeirsson. Maður hennar Kjartan Guðnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. febrúar 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.