Fjóla Finnbogadóttir (Vallartúni)
Unnur Fjóla Finnbogadóttir frá Vallartúni, húsfreyja fæddist 16. desember 1917 í Norðurgarði og lést 15. október 2001 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri, f. þar 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1891 í Hliði á Álftanesi, d. 14. október 1964.
Börn Sesselju og Finnboga:
1. Rósa Jórunn Finnbogadóttir húsfreyja, f. 27. september 1914 í Norðurgarði, d. 28. október 1994. Maður hennar Ásgeir Bjarnason.
2. Kristinn Árni Finnbogason stýrimaður, f. 7. nóvember 1916 í Norðurgarði, d. 9. apríl 2006. Kona hans Reidun Finnbogason.
3. Unnur Fjóla Finnbogadóttir, f. 16. desember 1917 í Norðurgarði, d. 15. október 2001. Maður hennar Halldór Guðjón Kristinsson.
4. Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónas Þórðarson. Síðari maður Emil Sigurðsson.
5. Ólafur Tryggvi Finnbogason skipstjóri, f. 9. ágúst 1922 í Bræðraborg, d. 14. febrúar 1999. Kona hans Unnur Jónsdóttir.
6. Guðni Kristján Finnbogason, f. 6. desember 1924 í Bræðraborg, d. 13. janúar 1925.
7. Ásta Guðfinna Finnbogadóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1927 í Bræðraborg, d. 11. janúar 2020. Maður hennar Björgvin Guðmundur Þórðarson.
8. Finnboga Gréta Finbogadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. mars 1929 í Bræðraborg, d. 18. febrúar 2019. Maður hennar Trausti Eyjólfsson.
9. Drengur f. 21. júní 1932, andvana.
Fjóla var með foreldrum sínum í æsku, í Norðurgarði, Bræðraborg og Vallartúni.
Rúmlega tvítug fluttist hún upp á Land og vann lengst af við þjónustu- og afgreiðslustörf.
Hún tók þátt í atvinnurekstri Halldórs.
Fjóla var ein af stofnendum Kvenfélags eiginkvenna málarameistara (KEM) og var í Kvenfélaginu Heimaey.
Þau Halldór Guðjón giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sólvallagötu og síðar á Hjarðarhaga í 25 ár.
Halldór Guðjón lést 2000 og Unnur Fjóla 2001.
I. Maður Unnar Fjólu, (20. apríl 1946), var Halldór Guðjón Magnússon málarameistari, framkvæmdastjóri, f. 21. maí 1916 að Kirkjuselsbóli í Önundarfirðir, d. 29. júní 2000. Foreldrar hans voru Magnús Kristján Halldórsson, f. 9. desember 1887, d. 7. júní 1923 á Flateyri, og kona hans Ingibjörg Guðrún Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1875, d. 21. júní 1938.
Börn þeirra:
1. Magnús Kristján Halldórsson, f. 2. maí 1947. Kona hans Kristín Ólafsdóttir.
2. Jónína Birna Halldórsdóttir, f. 4. júlí 1949. Barnsfaðir hennar Jónas Hermannsson.
3. Finnbogi Halldórsson, f. 27. janúar 1952. Kona hans Eyja Þorsteina Halldórsdóttir.
4. Þórður Guðjón Halldórsson, f. 10. júlí 1955. Kona hans Karólína Guðjónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. október 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.