Soffía Gísladóttir Johnsen Árnason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Soffía Gísladóttir Johnsen Árnason húsfreyja fæddist 1. júní 1907 í Godthaab við Strandveg 11 og lést 28. maí 1994 í Hafnarbúðum í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður og útgerðarmaður, f. 10. mars 1881, d. 6. september 1965 og fyrri kona hans Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen húsfreyja, f. 11. október 1978, d. 24. maí 1945.

Börn Ásdísar og Gísla:
1. Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson húsfreyja, f. 22. nóvember 1905, d. 2. september 1990.
2. Gísli Friðrik Gíslason Johnsen ljósmyndari, útgerðarmaður, f. 11. janúar 1906, d. 8. október 2000.
3. Soffía Gísladóttir Johnsen Árnason húsfreyja, f. 1. júní 1907, d. 28. maí 1994.
Fósturbarn þeirra, dóttir Guðbjargar systur Ásdísar var
4. Ágústa Hansína Petersen, síðar Forberg, húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987.

Soffía var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1920, bjó hjá þeim á Hverfisgötu 40, síðar á Túngötu 18.
Þau Ísleifur giftu sig 1925, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrsu á Túngötu 18, byggðu húsið við Bergstaðastræti 84, í stríðsbyrjun fluttu þau að Skeggjagötu 2, byggðu á Aragötu 9 og bjuggu þar síðan.
Ísleifur lést 1962.
Soffía bjó við Öldugötu 54. Hún dvaldi að síðustu í Hafnarbúðum.
Hún lést 1994.

I. Maður Soffíu, (28. nóvember 1925), var Ísleifur Árnason búfræðingur, prófessor í lögum, borgardómari, f. 20. apríl 1900 að Geitaskarði í A.- Hún., d. 7. ágúst 1962. Foreldrar hans voru Árni Ásgrímur Þorkelsson bóndi, hreppstjóri, f. 17. desember 1852, d. 2. desember 1940 og kona hans Hildur Solveig Sveinsdóttir frá Gunnfríðarstöðum, A.-Hún, húsfreyja, f. 22. október 1874, d. 14. ágúst 1931. Bróðir Ísleifs var Páll Árnason í Þorlaugargerði.
Börn Soffíu og Ísleifs:
1. Gísli Guðmundur Ísleifsson hæstaréttarlögmaður, f. 18. maí 1926, d. 13. mars 2009. Fyrrum kona hans Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir. Fyrrum kona hans Fjóla Karlsdóttir.
2. Árni Ísleifsson tónlistarmaður, tónmenntakennari, f. 18. september 1927, d. 27. október 2018. Barnsmóðir hans Inga Ólafsdóttir. Fyrrum kona hans Sigríður Sveinbjörnsdóttir. Kona hans Kristín Axelsdóttir.
3. Ásdís Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1928, d. 14. október 2002. Maður hennar Ragnar Alfreðsson, látinn.
4. Hildur Sólveig Ísleifsdóttir, húsfreyja, f. 8. júlí 1934, d. 28. desember 1969. Maður hennar Hörður Þór Ísaksson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.