Guðleif Kristjánsdóttir (Jaðri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2017 kl. 13:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2017 kl. 13:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja á Jaðri fæddist 13. október 1886 og lést 22. janúar 1917.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi í Auraseli í Fljótshlíð, f. 23. mars 1857, d. 4. maí 1937, og kona hans Bóel Erlendsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1857, d. 2. september 1936.

Systkini Guðleifar í Eyjum voru:
1. Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Sólheimum, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
2. Erlendur Kristjánsson smiður á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. september 1931, fyrr kvæntur Hansínu Hansdóttur, síðar Geirlaugu Sigurðardóttur húsfreyju, f. 12. febrúar 1891, d. 17. júlí 1963.
3. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ekru, síðan í Reykjavík, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960, gift Guðmundi Helgasyni vigtarmanni, bjó síðar með Ágústi Sigurði Ingvarssyni verkstjóra.
4. Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum 1920-1922, síðar innheimtumaður í Reykjavík, f. 14. janúar 1894, d. 21. nóvember 1966, kvæntur Önnu Guðbjörgu Jónínu Ágústsdóttur, f. 8. nóvember 1898, d. 7. júni 1980.

Guðleif var með fjölskyldu sinni á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 1890, var hjú í Múlakoti í Fljótshlíð 1901. Hún giftist Gísla 1906. Þau voru í vinnumennsku í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum 1910. Börn þeirra Haraldur og Þuríður Guðlaug voru þar tökubörn, en Sigríður Stefanía var tökubarn í Hamragörðum hjá Sigríði ömmusystur sinni. Þar var hún einnig 1920, en síðar húsfreyja í Kópavogi.
Þau Gísli fluttust frá Stóru-Mörk að Sandprýði 1911 með börnin Harald og Þuríði Guðlaugu. Í Sandprýði voru þau 1912, en 1913-1915 í Görðum. Þau bjuggu á Jaðri 1916-1917; eignuðust 4 börn í Eyjum, misstu síðasta barnið nýfætt, en Guðleif dó úr mislingum nokkrum dögum síðar.
Börnunum Haraldi og Soffíu var komið í fóstur í Múlakoti í Fljótshlíð og Þuríði Guðlaugu að Grjótá þar, Fanneyju að Miðkoti þar. Gísli var með Kristján Bello með sér á Litlu-Grund 1917, í austurbænum í Múlakoti 1920.

Maður Guðleifar, (1906), var Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
Börn þeirra voru:
1. Haraldur Gíslason sjómaður, verkamaður, f. 24. apríl 1907, d. 24. nóvember 1989. Hann var tökubarn í Múlakoti 1920.
2. Sigríður Stefanía Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, f. 11. apríl 1908, d. 10. mars 1995. Hún ólst upp hjá ömmusystur sinni í Hamragörðum.
3. Þuríður Guðlaug Gísladóttir, f. 19. september 1909, d. 6. ágúst 1971. Hún var tökubarn á Grjótá í Fljótshlíð 1920.
4. Kristján Belló Gíslason leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1. febrúar 1912, d. 31. maí 2005. Hann var með föður sínum á Litlu-Grund 1917, í Múlakoti 1920.
5. Fanney Gísladóttir verkakona, f. 16. desember 1914, d. 10. júní 2005. Hún var tökubarn í Miðkoti í Fljótshlíð 1920.
6. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Fljótshlíð og í Hvolhreppi, f. 31. desember 1915, d. 14. september 2003. Hún var tökubarn í Múlakoti 1920.
7. Ásta Gísladóttir, f. 17. janúar, d. sama dag.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.