Nói Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum, bifreiðastjóri, síðar innheimtumaður í Reykjavík fæddist 14. janúar 1894 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og lést 21. nóvember 1966.
Foreldrar hans voru Kristján Fídelíus Jónsson bóndi á Voðmúlastöðum og í Auraseli, f. 23. mars 1857, d. 4. maí 1937, og kona hans Bóel Erlendsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1857, d. 2. september 1936.

Börn Bóelar og Kristjáns í Eyjum voru:
1. Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Sólheimum, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
2. Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917.
3. Erlendur Kristjánsson smiður á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. september 1931.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ekru, síðan í Reykjavík, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.
5. Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 27. desember 1891, d. 5. október 1970.
6. Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum, f. 14. janúar 1894, d. 21. nóvember 1966.

Nói fluttist til Eyja 1920 og bjó á Sólheimum 1920-1922, fluttist þá til Reykjavíkur, var innheimtumaður þar. Hann lést 1966.

Kona hans, (16. maí 1920), var Anna Guðbjörg Jónína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1898, d. 7. júni 1980.
Börn þeirra hér:
1. Guðleif Ágústa Nóadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. ágúst 1920 á Sólheimun, d. 6. desember 1960.
2. Kristín Bóela Nóadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. júlí 1923, d. 21. september 1989.
3. Theodór Nóason verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. febrúar 1927, d. 5. júlí 2013.

II. Barnsmóðir Nóa var Guðrún Steinunn Vigfúsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Englandi og Reykjavík, f. 31. mar 1906, d. 12. ágúst 1959.
Barn þeirra:
4. Þórhallur Viðar Nóason, f. 11. september 1930 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.