Guðfinnur Sigurjónsson (Reykjadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðfinnur Sigurjónsson frá Reykjadal, verkamaður fæddist 26. september 1929 í Skipholti á Ólafsfirði og lést 23. maí 1994.
Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson vélstjóri, formaður frá Ólafsfirði, f. 2. janúar 1903 á Brimnesi þar, d. 9. apríl 1978, og kona hans María Þuríður Kristjánsdóttir frá Reykjadal, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.

Börn Maríu og Sigurjóns voru:
1. Kristján Guðni Sigurjónsson, f. 1. febrúar 1928, d. sama ár.
2. Guðfinnur Sigurjónsson verkamaður í Keflavík, f. 26. september 1929 í Ólafsfirði, d. 23. maí 1994. Kona hans var Helga Árnadóttir Bachmann.
3. Kristján Guðni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983. Kona hans var Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja.
4. Jón Ármann Sigurjónsson vélstjóri, netagerðarmeistari í Garðabæ, f. 15. desember 1940 í Reykjadal við Brekastíg. Kona hans er Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, bókhaldari.

Guðfinnur ólst upp með foreldrum sínum á Ólafsfirði og í Reykjadal og fluttist með þeim til Eyja 1935 og var með þeim til fullorðinsára.
Þau Helga bjuggu í Franska spítalanum 1949 og við giftingu og skírn Þorkels Sævars 1950, á Brekastíg 4 við fæðingu Guðbjargar 1958 og Sigurjóns Arnar 1961. Þau bjuggu síðan á Hólagötu 31 til Goss.
Þau fluttust til Keflavíkur og bjuggu þar til ársins 1984, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, síðast í Eskihlíð 22a.
Guðfinnur lést 1994. Helga fluttist til Eyja, bjó síðast á Áshamri 59. Hún lést 1999.

I. Kona Guðfinns, (14. október 1950), var Helga Árnadóttir Bachmann húsfreyja, ræstingastjóri, f. 26. júlí 1931 í Eyjum, d. 16. nóvember 1999.
1. Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, f. 29. maí 1950 á Sj.
2. Guðbjörg Antónía Guðfinnsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. nóvember 1958 á Sj.
3. Sigurjón Örn Guðfinnsson áður skrifstofustjóri hjá Birgðastofnun varnarliðsins á Keflavíkurvelli, f. 19. maí 1961 á Brekastíg 4.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. júlí 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.