María Kristjánsdóttir (Reykjadal)
María Þuríður Kristjánsdóttir frá Reykjadal, húsfreyja, saumakona fæddist 30. apríl 1908 í Ási við Kirkjuveg og lést 21. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.
Börn Guðnýjar og Kristjáns voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.
María var með foreldrum sínum í æsku.
Hún giftist Sigurjóni 1927 og fluttist með honum til Ólafsfjarðar. Þar eignuðust þau þrjú börn, en misstu eitt þeirra 7 mánaða gamalt.
Þau fluttust til Eyja 1935, eignuðust Jón Ármann 1940.
Fjölskyldan bjó í Reykjadal, en 1958 keyptu þau húsið að Kirkjuvegi 70B og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu á Kleppsvegi 32.
Sigurjón lést 1978.
María fluttist til Eyja og dvaldi á Hraunbúðum.
Hún lést 1992.
Maður Maríu, (14. maí 1927), var Sigurjón Jónsson sjómaður, vélstjóri, formaður, útgerðarmaður, f. 2. janúar 1903 á Brimnesi í Ólafsfirði, d. 9. apríl 1978.
Börn þeirra:
1. Kristján Guðni Sigurjónsson, f. 1. febrúar 1928, d. sama ár.
2. Guðfinnur Sigurjónsson verkamaður í Keflavík, f. 26. september 1929 í Ólafsfirði, d. 23. maí 1994. Kona hans var Helga Árnadóttir Bachmann.
3. Kristján Guðni Sigurjónsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983. Kona hans var Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja.
4. Jón Ármann Sigurjónsson vélstjóri, netagerðarmeistari, f. 15. desember 1940 í Reykjadal við Brekastíg. Kona hans er Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, bókhaldari.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 3. janúar 1992. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.