Sigurjón Örn Guðfinnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurjón Örn Guðfinnsson viðurkenndur bókari, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri fæddist 19. maí 1961 á Brekastíg 4.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Sigurjónsson í Reykjadal við Brekastíg 5a, verkamaður, f. 26. september 1929, d. 23. maí 1994, og kona hans Helga Árnadóttir Bachmann frá Sandprýði við Bárustíg 16b, húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999.

Börn Helgu og Guðfinns:
1. Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, aðalbókari, f. 29. maí 1950. Kona hans Edda Snorradóttir, látin.
2. Guðbjörg Antónía Guðfinnsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. nóvember 1958. Maður hennar Jóhann Magni Jóhannsson.
3. Sigurjón Örn Guðfinnsson skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, f. 19. maí 1961 á Brekastíg 4. Kona hans Kristín Birgisdóttir.

Sigurjón Örn var með foreldrum sínum, á Hólagötu 31 1972 .
Hann var skrifstofustjóri hjá Birgðastofnun varnarliðsins á Keflavíkurvelli, síðar framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá heildversluninni Rún.
Þau Kristín giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Týsvöllum 7 í Reykjanesbæ.

I. Kona Sigurjóns Arnar, (27. desember 1980), er Kristín Birgisdóttir húsfreyja, einkaþjálfari, f. 19. ágúst 1960. Foreldrar hennar Birgir Sveinsson lærður bifvélavirki, vélstjóri til sjós, verkamaður, f. 25. maí 1938, d. 21. júní 2017, og kona hans Helga Hólmfríður Frímannsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Sævar Örn Sigurjónsson, f. 2. júlí 1982. Hann er bankastarfsmaður á Írlandi. Kona hans Sæunn Sæmundsdóttir.
2. Hafþór Ægir Sigurjónsson, f. 19. ágúst 1986. Hann er dr. í umhverfisverkfræði og forstöðumaður hjá KPMG. Kona hans Andrea Eiríksdóttir.
3. Helga Dagný Sigurjónsdóttir, f. 1. janúar 1988. Hún er hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri viðskiptaþróunar á heilbrigðissviði hjá Icepharma. Maður hennar Alexander Jóhönnuson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.