Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir Bachmann húsfreyja fæddist 8. nóvember 1958.
Foreldrar hennar voru Guðfinnur Sigurjónsson í Reykjadal við Brekastíg 5a, verkamaður, f. 26. september 1929, d. 23. maí 1994, og kona hans Helga Árnadóttir Bachmann frá Sandprýði við Bárustíg 16b, húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999.

Börn Helgu og Guðfinns:
1. Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri, aðalbókari, f. 29. maí 1950. Kona hans Edda Snorradóttir.
2. Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. nóvember 1958. Maður hennar Jóhann Magni Jóhannsson.
3. Sigurjón Örn Guðfinnsson viðurkenndur bókari, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, f. 19. maí 1961 á Brekastíg 4. Kona hans Kristín Birgisdóttir.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var skrifstofumaður hjá sýslumanni og starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar.
Þau Jóhann Magni giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hólagötu 38.

I. Maður Guðbjargar er Jóhann Magni Jóhannsson frá Sandgerði, skipstjóri, f. 22. nóvember 1955. Foreldrar hans Jóhann Guðbrandsson, f. 1. nóvember 1931, og Oddný Sigurrós Sigurðardóttir, f. 1. október 1933, d. 25. febrúar 2013.
Börn þeirra:
1. Jóhann Magni Jóhannsson yngri, f. 26. desember 1983. Fyrrum sambúðarkona Svava Blöndal. Fyrrum sambúðarkona Helena Júlíusdóttir.
2. Guðfinnur Sævald Jóhannsson, f. 3. júlí 1985. Sambúðarkona Anna S. Halldórsdóttir.
3. Anton Jarl Jóhannsson Bachmann, f. 18. september 1991. Fyrrum sambúðarkona Inga Margrét Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.