Þorkell Sævar Guðfinnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, síðar aðalbókari í Rvk fæddist 19. maí 1950.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Sigurjónsson í Reykjadal við Brekastíg 5a, verkamaður, f. 26. september 1929, d. 23. maí 1994, og kona hans Helga Árnadóttir Bachmann frá Sandprýði við Bárustíg 16b, húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999.

Börn Helgu og Guðfinns:
1. Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, síðar aðalbókari, f. 29. maí 1950. Kona hans [Edda Snorradóttir]].
2. Guðbjörg Antónía Guðfinnsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. nóvember 1958. Maður hennar Jóhann Magni Jóhannsson.
3. Sigurjón Örn Guðfinnsson, áður skrifstofustjóri hjá Birgðastofnun varnarliðsins á Keflavíkurvelli, f. 19. maí 1961 á Brekastíg 4. Kona hans Kristín Birgisdóttir.

Þorkell var með foreldrum sínum, í Franska spítalanum við Kirkjuveg 20 og á við Brekastíg 4 og við Hólagötu 31.
Þau Edda giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Kirkjuhól við Bessastíg 4 í Eyjum við Gosið 1973, fluttu þá að Þórshöfn á Langanesi, bjuggu þar í 22 ár, en fluttu til Rvk 1995.

I. Kona Þorkels, (19. ágúst 1972), var Edda Snorradóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1948, d. 28. október 2010.
Börn þeirra:
1. Snorri Hafsteinn Þorkelsson fjármálastjóri, f. 23. júlí 1971. Kona hans Björg Skúladóttir.
2. Guðfinnur Helgi Þorkelsson skrifstofumaður, f. 14. september 1978. Sambúðarkona hans Jóhanna Þorkelsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.