Garðar Ásbjörnsson

From Heimaslóð
Revision as of 21:24, 6 January 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Garðar Ásbjörnsson.

Sigurður Garðar Ásbjörnsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarstjóri fæddist 27. mars 1932 í Ráðagerði og lést 7. maí 2012 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 25. júlí 1894, d. 22. júlí 1975, og kona hans Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1908, d. 18. febrúar 1992.

Börn Sigurbjargar og Ásbjörns:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951.

Garðar var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Ráðagerði, á Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og í Húsadal við Faxastíg 22.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1949 og lauk síðar vélstjóraprófi.
Garðar var sjómaður, vélstjóri.
Hann var síðast vélstjóri á Álsey VE, varð útgerðarstjóri hjá útgerð Hraðfrystistöðvarinnar og eftir sameiningu við Ísfélagið 1991 var hann útgerðarstjóri þar til 2001.
Þau Ásta giftu sig 1955, eignuðust sjö börn og Garðar fóstraði barn Ástu frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Nýjalandi við Heimagötu 26, á Faxastíg 27, við Illugagötu 10 og síðast á Túngötu 3.
Garðar lést 2012 og Ásta 2022.

Kona Garðars, (29. maí 1955), var Ásta Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. þar 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Daði Garðarsson, f. 14. desember 1954. Kona hans Magnea Ósk Magnúsdóttir.
2. Ásbjörn Garðarsson, f. 31. mars 1956.
3. Gylfi Garðarsson, f. 5. ágúst 1957. Fyrrum kona hans Elísa Harpa Grytvik.
4. Sigmar Einar Garðarsson, f. 19. september 1959. Kona hans Ragna Garðarsdóttir.
5. Lilja Garðarsdóttir, f. 11. febrúar 1961. Maður hennar Magnús Gísli Magnússon.
6. Gerður Garðarsdóttir, f. 21. maí 1963. Maður hennar Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson.
7. Ásta Garðarsdóttir, f. 12. maí 1965, d. 27. mars 1999. Maður hennar Karl Björnsson.
Sonur Ástu og fóstursonur Garðars:
8. Sigurður Kristinn Ragnarsson Runólfssonar, f. 29. desember 1951. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.