Sigurbjörg Stefánsdóttir (Húsadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurbjörg Stefánsdóttir.
Sigurbjörg Stefánsdóttir.

Sigurbjörg Stefánsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 15. maí 1908 og lést 18. febrúar 1992.
Foreldrar hennar voru Stefán Halldórsson vinnumaður, síðar bóndi á Rauðafelli, f. 15. júní 1877, d. 13. mars 1962 og Sigurlína Sigurðardóttir vinnukona, síðar bústýra hans, f. 18. október 1883, d. 13. desember 1932.

Sigurbjörg var tökubarn á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja 1928. Þau Ásbjörn giftu sig á því ári, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ráðagerði við Skólaveg 19, Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og í Húsadal við Faxastíg 22.
Ásbjörn lést 1975 og Sigurbjörg 1992.

I. Maður Sigurbjargar, (13. október 1928), var Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 25. júlí 1894 í Mjóafirði eystra, d. 22. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930 í Ráðagerði, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932 í Ráðagerði, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951 á Sjh.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.