Sigurbjörg Stefánsdóttir (Húsadal)
Sigurbjörg Stefánsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 15. maí 1908 og lést 18. febrúar 1992.
Foreldrar hennar voru Stefán Halldórsson vinnumaður, síðar bóndi á Rauðafelli, f. 15. júní 1877, d. 13. mars 1962 og Sigurlína Sigurðardóttir vinnukona, síðar bústýra hans, f. 18. október 1883, d. 13. desember 1932.
Sigurbjörg var tökubarn á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja 1928. Þau Ásbjörn giftu sig á því ári, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ráðagerði við Skólaveg 19, Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og í Húsadal við Faxastíg 22.
Ásbjörn lést 1975 og Sigurbjörg 1992.
I. Maður Sigurbjargar, (13. október 1928), var Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 25. júlí 1894 í Mjóafirði eystra, d. 22. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930 í Ráðagerði, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932 í Ráðagerði, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951 á Sjh.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.