Fjölnir Ásbjörnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Fjölnir Ásbörnsson.

Fjölnir Ásbjörnsson frá Húsadal við Faxastíg 22 fæddist 7. mars 1951 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 25. júlí 1894, d. 22. júlí 1975, og kona hans Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1908, d. 18. febrúar 1992.

Börn Sigurbjargar og Ásbjörns:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951.

Fjölnir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1967, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1971, lauk BA-prófi í sálarfræði í Háskóla Íslands 1976, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði 1977. Hann stundaði nám í sérkennslufræðum í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1980-1982, lauk mastersprófi í sérkennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997.
Fjölnir var kennari í Barnaskólanum 1971-1972, Iðnskólanum 1971-1972. Hann var aðstoðarmaður á Barnageðdeild Hringsins 1974-1976, sérkennari í Öskjuhlíðarskólanum í Reykjavík frá 1976-2002 og síðan kennari við Tækniskóla atvinnulífsins, skólastjóri þar 2008-2015, þá kennari þar til 2021.
Þau Kristbjörg giftu sig 1976, eignuðust fjögur börn. Þau skildu 1994.
Þau Guðlaug giftu sig 2015, eignuðust ekki börn saman, en Fjölnir varð stjúpfaðir tveggja barna hennar.

I. Fyrrum kona Fjölnis, (4. júní 1976) er Kristbjörg Lóa Árnadóttir, f. 7. ágúst 1954. Foreldrar hennar Árni Hálfdán Brandsson, bókhaldari í Reykjavík, f. 6. október 1924 á Reyni í Mýrdal, d. 11. maí 2006, og kona hans Þuríður Einarsdóttir frá Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. febrúar 1923, d. 23. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Árni Sveinn Fjölnisson rafeindavirki í Noregi, f. 24. júlí 1974. Barnsmóðir hans Ágústa Rós Árnadóttir. Sambúðarkona hans Sigrun Husom.
2. Sigurbjörg Fjölnisdóttir sálfræðingur hjá Mosfellsbæ, f. 8. desember 1975. Barnsfaðir hennar Hafþór Ómar Sæmundsson. Maður hennar Oddur Einar Kristinsson.
3. Þórdís Fjölnisdóttir líffræðingur, er í stjórnendanámi, vinnur á meðferðarheimili, f. 24. janúar 1990. Barnsfeður hennar Þráinn Þorvaldsson og Benedikt Sveinn Ásgeirsson.
4. Hrafnkell Fjölnisson rafeindavirki hjá Isavia, f. 16. mars 1992. Barnsmóðir hans Áshildur María Guðbrandsdóttir. Kona hans Birna Rún Birgisdóttir.

II. Kona Fjölnis, (30. desember 2015), er Guðlaug Kjartansdóttir framhaldsskólakennari, f. 14. september 1954. Foreldrar hennar Kjartan Gunnarsson lyfsali, f. 19. apríl 1924 á Ísafirði, d. 17. ágúst 2003 og kona hans Dóróthea Jónsdóttir húsfreyja, tónlistarkennari, gjaldkeri, verslunarmaður, f. 1. nóvember 1925 í Reykjavík, d. 6. október 2019.
Börn hennar og stjúpbörn Fjölnis:
1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt, f. 11. maí 1979. Faðir hennar Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt. Maður hennar Hreiðar Levý Guðmundsson Magnússonar.
2. Nanna Guðlaugardóttir, f. 26. október 1988. Faðir hennar John Pedersen, danskarar ættar. Maður hennar Snorri Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.