Gísli Friðrik Jóhannsson (Hlíðarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Friðrik Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, múrarameistari í Reykjavík fæddist 22. janúar 1906 í Hlíðarhúsi og lést 4. nóvember 1980.
Foreldrar hans voru Jóhann Gíslason (Jói á Hól) í Hlíðarhúsi, f. 16. júlí 1883, d. 1. marz 1944, og Sigríður Bergsdóttir húsfreyja frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum, f. 27. júní 1878, d. 13. febrúar 1963.

Gísli Friðrik Jóhannsson.

Börn Sigríðar og Jóhanns voru:
1. Gísli Friðrik múrarameistari í Reykjavík, fæddur 22. janúar 1906, dáinn 4. nóvember 1980.
2. Bogi rafvirkjameistari í Neista í Eyjum, fæddur 30. september 1920, dáinn 20. maí 2007.
Barn Sigríðar með Jóni Einarssyni útgerðarmanni á Faxastíg 15, Höfðabrekku, f. 5. apríl 1885, d. 26. febrúar 1978.
Barn þeirra var
3. Karl Jónsson íþróttafrömuður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.

Gísli Friðrik var með foreldrum sínum í Hlíðarhúsi 1910, með vinnukonunni móður sinni og föður þar 1920.
Hann tók sveinspróf í múraraiðn í Reykjavík 1943 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur.
Gísli kvæntist Stefaníu 1930, eignaðist með henni tvö börn. Þau fluttu til Flateyrar og bjuggu þar til 1939, en skildu.
Hann kvæntist Jónu Margréti 1943 og eignaðist með henni þrjú börn. Jóna Margrét lést 1971 og Gísli Friðrik 1980.

Gísli Friðrik var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (18. október 1930, skildu), var Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húsfreyja, f. 25. apríl 1910 í Brúnavík í Desjamýrarsókn í N.-Múl. Foreldrar hennar voru Erlingur Filippusson bóndi í Brúnavík, síðar kennari og grasalæknir í Reykjavík, um skeið í Eyjum, f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti í Hörglandshreppi, V-Skaft., d. 25. janúar 1967 í Reykjavík, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1882 á Gilsárvöllum í Borgarfjarðarhreppi, d. 28. maí 1934 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Haukur Hafsteinn Gíslason rakarameistari í Borgarnesi, tónlistarmaður, tónlistarkennari, f. 20. mars 1932 á Flateyri, d. 20. apríl 2010.
2. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Kanada (nafn þar: Geraldina Larkin og síðar Geri Moore), f. 25. mars 1936 á Flateyri.

II. Síðari kona Gísla Friðriks, (30. desember 1943), var Jóna Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1915, d. 2. janúar 1971.
Börn þeirra:
3. Sigurður Gíslason deildarstjóri hjá Þýsk-íslenska í Reykjavík, f. 8. ágúst 1943 í Reykjavík, d. 19. desember 2008. Kona hans var Friðleif Valtýsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
4. Ellý Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 24. ágúst 1945 í Reykjavík. Maður hennar er Gísli Einarsson, f. 26. september 1939.
5. Jóhanna Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. júní 1951. Maður hennar, skildu, var Ágúst Birgisson, f. 19. september 1950. Síðari maður hennar er Guðmundur Sveinbjörnsson, 21. janúar 1945.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.