Ellý Gísladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ellý Gísladóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, móttökutitari fæddist 24. ágúst 1945 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Friðrik Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, múrari, f. þar 22. janúar 1906, d. 4. nóvember 1980, og síðari kona hans Jóna Margrét Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. þar 13. janúar 1915, d. 2. janúar 1971.

Systir Ellýjar í Eyjum er
1. Jóhanna Gísladóttir húsfreyja í Eyjum og á Selfossi, f. 14. júní 1951.

Ellý var með foreldrum sínum í bernsku. Hún fluttist til Eyja 14 ára, lauk unglingaprófi þar.
Hún stundaði fiskvinnslustörf, vann á rannsóknastofu fiskiðnaðarins.
Þau Gísli giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau búa nú á Illugagötu 51.

I. Maður Ellýjar, (8. ágúst 1963), er Gísli Einarsson sjómaður, stýrimaður, f. 26. september 1939 á Búrfelli, Hásteinsvegi 12.
Börn þeirra:
1. Sigríður Gísladóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. janúar 1964. Maður hennar er Elías Vigfús Jónsson.
2. Hildur Gísladóttir húsfreyja, ræstitæknir, f. 29. júlí 1966. Maður hennar er Ágúst Gísli Helgason.
3. Einar Gíslason netagerðarmaður á Selfossi, f. 23. nóvember 1972. Kona hans er Ingibjörg Garðarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ellý Gísladóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.