Sigríður Bergsdóttir (Hlíðarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Bergsdóttir.

Sigríður Bergsdóttir bústýra í Hlíðarhúsi fæddist 27. júní 1878 og lést 13. febrúar 1963. Hún var frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Faðir hennar var Bergur bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1890; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1850, vinnumaður í Ysta-Skála 1870, tómthúsmaður í Péturshúsi í Eyjum 1910 með annari konu sinni (1898) Elínu Pétursdóttur; fæddur 5. september 1847, d. 20. nóvember 1927, Jónsson bónda í Gíslakoti undir Eyjafjöllum 1845, 1850 og 1860, f. 1810 í Stórólfshvolssókn, Guðmundssonar bónda í Götu í Stórólfshvolssókn 1801 og 1816, f. 1766 á Strandarhöfða í V-Landeyjum, d. 19. nóvember 1832, og konu Guðmundar Jónssonar, Herdísar húsfreyju í Götu, f. 1770 í Klauf í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1843, Andrésdóttur.
Móðir Bergs og kona (1838) Jóns bónda í Gíslakoti var Þuríður húsfreyja í Gíslakoti; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1835, húsfreyja þar 1840, 1845, 1850, 1860, f. 1815 í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Sigurðardóttir bónda þar 1816, f. um 1774 í Suður-Vík í Mýrdal; var hjá Þuríði dóttur sinni í Gíslakoti 1845 og 1855, Sigurðssonar, og konu Sigurðar Sigurðssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1773 í Ytri-Sólheimum í Mýrdal, ekkja í Klömbru undir Eyjafjöllum 1801, í Bakkakoti þar 1816 með seinni manni sínum, Sigurði; d. 7. júlí 1847, Sigurðardóttur.

Móðir Sigríðar og kona Bergs var Katrín húsfreyja, áður (1868) gift Árna Jónssyni í Vallatúni undir Eyjafjöllum; fædd 1845, d. 29. júní 1892, Sigurðardóttir vinnumanns í Vallatúni 1835, f. 3. september 1821, drukknaði 6. apríl 1848, Jónssonar bónda á Sitjanda undir Eyjafjöllum 1816, f. 1765 í Pétursey í Mýrdal, d. fyrir mt 1835, Þorleifssonar bónda í Pétursey í Mýrdal, f. 1722, (kona Þorleifs ókunn); og konu Jóns Þorleifssonar, Katrínar Sigurðardóttur húsfreyju, f. í ágúst 1779 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, látin 25. júní 1856, húsfreyja á Sitjanda 1816, ekkja, vinnukona í Vallatúni 1835 með Sigurð son sinn 14 ára, ekkja í Ottahúsi Eyjum 1845 hjá Þóru Jónsdóttur, dóttur sinni.

Bróðir Sigríðar var Sigurður Bergsson verkamaður á Brekastíg 7C, Efra-Hvoli í Eyjum, f. 19. nóvember 1879, d. 18. júlí 1935; sambýliskona hans var Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir .

Sigríður er 12 ára hjá foreldrum sínum í Varmahlíð 1890, hjú þar 1901. Hún er hjú í Hlíðarhúsi hjá Soffíu Lísebet ekkju og húsfreyju 1910; með barnið Gísla Friðrik Jóhannsson, sama 1920 með Gísla Friðrik og Boga börn sín.

Sambýlismaður Sigríðar var Jóhann Gíslason (Jói á Hól) í Hlíðarhúsi, f. 16. júlí 1883, d. 1. marz 1944.
Börn þeirra Sigríðar og Jóhanns:
1. Gísli Friðrik múrarameistari í Reykjavík, fæddur 22. janúar 1906, dáinn 4. nóvember 1980, síðast í Eyjum. Gísli Friðrik var tvíkvæntur:
Fyrri kona var Stefanía Erlingsdóttir, f. 1910, d. 1992. Síðari kona var Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
2. Bogi rafmeistari í Neista í Eyjum, fæddur 30. september 1920, dáinn 20. maí 2007, kvæntur Halldóru Björnsdóttur frá Siglufirði, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009.
Barn Sigríðar með Jóni Einarssyni útgerðarmanni á Faxastíg 15, Höfðabrekku, f. 5. apríl 1885, d. 26. febrúar 1978.
Barnið þeirra var
3. Karl Jónsson íþróttafrömuður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.