Elísabet Guðjónsdóttir (Skaftafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elísabet Guðjónsdóttir Cortes frá Skaftafelli, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 4. mars 1926 og lést 1. september 2015.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Elísabet Guðjónsdóttir.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson trésmiður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Elísabet var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands 1953, var hjúkrunarfræðingur á kvensjúkdómadeild Landspítalans 1953-1954, á Bærum sykehus í Osló, Rigshospital í Osló, Södertälje sjukhus í Svíþjóð og Serafimer sjukhus í Stokkhólmi 1954-1956.
Elísabet var yfirhjúkrunarkona við Sjúkrahús Keflavíkur haustið 1956 til vors 1958, Bláa bandið 1958-1959, deildarhjúkrunarkona á Kleppsspítala 1962-1966, hjúkrunarfræðingur í afleysingum á geðdeild Landspítalans 1969-1974, á bæklunardeild 1974-1978, á Landakotsspítala frá 1978.

I. Maður Elísabetar, (8. mars 1959), var Thor Emanuel Cortes prentari, f. 27. mars 1910, d. 21. ágúst 1974. Foreldrar hans voru Emanuel Reinfield Henrik Cortes yfirprentari í Gutenberg prentsmiðjunni, sænskrar ættar, f. 20. september 1875 í Stokkhólmi, d. 12. júlí 1947 í Stokkhólmi, og Björg Vilborg Jóhannesdóttir Zoëga, f. 27. janúar 1885, d. 26. október 1960.
Börn þeirra Elísabetar og Thors:
1. Halla Björg Cortes félagsráðgjafi í Stokkhólmi, f. 11. október 1959 í Sólgarði við Herjólfsgötu. Maður hennar Timo Ilmari Syynimaa, f. 4. desember 1955 í Finnlandi.
2. Elísabet Eir Cortes, f. 14. ágúst 1965, býr í Svíþjóð.
3. Sif Cortes viðskiptafræðingur með MSc próf í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum, f. 12. nóvember 1966. Maður hennar Kristján Gunnarsson.
4. Stúlka Cortes, f. 12. nóvember 1966, d. 13. nóvember 1966. Börn Thors Emanuels af fyrra hjónabandi:
5. Sigrún Cortes, f. 16. maí 1932.
6. Reynir Thor Cortes, f. 7. maí 1944, d. 5. júní 1970.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.