Ásta Ólafsdóttir Gränz (Jómsborg)

From Heimaslóð
Revision as of 14:03, 11 January 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ásta og Ólafur Gränz.

Ásta Ólafsdóttir Gränz húsfreyja í Jómsborg fæddist 8. janúar 1916 og lést 23. apríl 1967.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigfússon húsmaður í Skoruvík á Langanesi, síðar bóndi á Þórshöfn, f. 19. febrúar 1890, d. 9. ágúst 1974 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, og kona hans Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, síðar á Þórshöfn og að síðustu á Elliheimilinu Grund, f. 29. mars 1894, d. 26. desember 1972.

Ásta var með foreldrum sínum í Skoruvík 1920, var vinnukona á Þórshöfn á Langanesi 1930.
Hún fluttist til Eyja 1937 og var vinnukona hjá Jóni Björnssyni frá Norður-Gerði og Oddnýju Larsdóttur konu hans.
Þau Ólafur giftu sig 1940. Þau bjuggu á Þingvöllum við fæðingu Sonju Margrétar 1939, í Héðinshöfða, Hásteinsvegi 36 við fæðingu Carls Ólafs 1941, en voru komin í Jómsborg, Víðisveg 9 um 1943 og þar bjuggu þau síðan.
Ólafur lést 1960 og Ásta 1967.

I. Maður Ástu, (1. júní 1940), var Ólafur Adólf Gränz húsgagnasmíðameistari, fjöllistamaður, f. 4. mars 1912, d. 14. ágúst 1960.
Börn þeirra:
1. Sonja Margrét Gränz, f. 24. ágúst 1939 á Þingvöllum. Maður hennar er Hlöðver Pálsson.
2. Carl Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941 í Héðinshöfða. Fyrri kona hans er Kolbrún Ingólfsdóttir. Síðari kona er Iðunn Guðmundsdóttir.
3. Guðrún Violetta Gränz, f. 12. september 1945 í Jómsborg. Maður hennar er Eyþór Bollason.
4. Róbert Helgi Gränz, f. 22. maí 1947 í Jómsborg, d. 13. maí 2017. Kona hans er Jóhanna Ingimundardóttir.
5. Henrý Þór Gränz, f. 17. desember 1948 í Jómsborg. Kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir.
6. Hulda Ósk Gränz, f. 6. júlí 1954 í Jómsborg. Maður hennar er Hannes Gíslason.Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.